Innlent

Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi

Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi. Dómsmálaráðherra Hollands íhugar að taka málið upp innnan Evrópusambandsins vegna þess að horfa má á stöðvarnar á Netinu. Hugsanlegt er að slökkt verði á merki fleiri íslamskra stöðva í Hollandi, en þær eiga einnig að hafa borið út hatursboðskap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×