Innlent

Guðfinna Einarsdóttir fagnar 109 ára afmæli í dag

Elsti Íslendingurinn sem sögur fara af er Guðfinna Einarsdóttir, fagnar 109 ára afmæli í dag. Á langri ævi hennar hafa átta þjóðhöfðingar verið yfir Íslandi, þar af þrír konungar, en þegar hún fæddist árið 1897 var Kristján níundi konungur Íslands.

Guðfinna var sjö ára þegar Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra Íslands, hún var 9 ára þegar Friðrik níundi tók við konungstign og orðin 15 ára gömul þegar Kristján tíundi varð konungur yfir Íslandi. Frá lýðveldisstofnun árið 1944 hefur Guðfinna haft fimm forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×