Erlent

Sprengja sprakk við bragga í Beirút

Frá vettvangi tilræðisins í Beirút í morgun.
Frá vettvangi tilræðisins í Beirút í morgun. MYND/AP

Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar. Einn bíll gereyðilagðist í sprengingunni og rúður í nærliggjandi byggingum splundruðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×