Innlent

Kvikmynd um laxveiði frá árinu 1947 finnst

Við tiltekt í kompu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fundust óvænt 16 millímetra filmur með kvikmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar prentara um laxveiðar hér á landi á fimmta áratugnum. Þetta er hrein gersemi laxveiðimanna og einstök söguleg heimild.

Árnar eru fullar af laxi, á bökkunum standa virðulegir fluguveiðimenn með pípu og veiðistaðirnir hafa víða breyst; þessi kvikmynd frá 1947 og 8 geymir margt forvitnilegt.

Brot úr kvikmyndinni verður sýnt á Opnu húsi Stangaveiðifélags Reykjavíkur annað kvöld. Hún var gerð á vegum félagsins á sínum tíma, sýnd í Kaupmannahöfn 1950, en verið týnd um áratugaskeið. Gylfa Pálssyni, fluguveiðimanni, hefur verið falið að fara yfir myndina og finna út hvar og hverjir séu að veiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×