Innlent

Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd

Nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins gerir ráð fyrir að sitja áfram í stjórnarskrárnefnd.
Nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins gerir ráð fyrir að sitja áfram í stjórnarskrárnefnd. MYND/Valli

Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári.

Nefndin á að endurskoða stjórnarskrána og einkum þá kafla sem snúa að stjórnskipun, völdum forseta og dómsvaldinu. Meðal þess sem ber hæst í endurskoðuninni er vald forseta og heimild hans til að synja lögum staðfestingar þannig að bera þurfi þau undir þjóðaratkvæði. Slíkt hefur aðeins einu sinni verið gert í Íslandssögunni, þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti, synjaði fjölmiðlalögum sumarið 2004.

Þorsteinn sagðist í morgun ekki sjá að störf hans sem ritstjóra og nefndarmanns skarist né að seta hans í nefndinni geri Fréttablaðinu erfiðara fyrir en ella að fjalla um störf stjórnarskrárnefndar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×