Innlent

Undirrituðu samkomulag um styttingu á námstíma til stúdentsprófs

Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Í samkomulaginu felst meðal annars að lög um leik- grunn- og framhaldsskóla verða endurskoðuð, kennaramenntun verður efld og að framhaldsskólum verði gefin fjögurra ára aðlögunartími til að takast á við breytta námsskipan, en áfram er stefnt að því að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×