Erlent

Olíuflutningaskip strandar við Alaska

Olíuflutningaskip með rúmlega 100 þúsund tunnur af olíu sigldi í strand í höfn í bænum Nikiski, suð-vestur af Anchorage í Alaska í kvöld. Svo virðist sem festar skipsins hafi losnað og þar strandað í botnleðju. Engar fregnir hafa borist af olíuleka frá skipinu. Leki frá olíuskipinu Exxon Valdez í Alaska árið 1989 olli gríðarlegum skemmdum á náttúru og dýralífi á svæðinu og tók fjögur ár að hreinsa burt olíuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×