Fleiri fréttir Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. 2.2.2006 07:30 Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. 2.2.2006 07:09 Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag. 1.2.2006 23:04 Öskubuska á fjölunum í óperunni Æfingum fer senn að ljúka á Öskubusku eftir Rossini og verður hún frumsýnd í Íslensku Óperunni á sunnudaginn kemur, 5. febrúar. 1.2.2006 21:55 Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans. 1.2.2006 21:15 Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið. 1.2.2006 20:23 Kaupskipaútgerð að leggjast af Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér. 1.2.2006 20:19 Yoko Ono á leið til landsins Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu. 1.2.2006 20:13 Ekkert lát á flóðunum Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum. 1.2.2006 19:45 Varnarviðræður hefjast á morgun Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar. 1.2.2006 19:30 Silvía Nótt verður með í forkeppninni Lagið "Til hamingju Ísland" eftir Þorvald Bjarna í flutningi Silvíu Nætur fær að taka þátt í forkeppni söngvakeppninnar þrátt fyrir að lagið hafi birst á netinu. 1.2.2006 18:49 Harma að lagið hafi farið á netið Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar. 1.2.2006 18:04 Átök á Vesturbakkanum milli landnema og Ísraelshers Átök urðu milli landnema og ísraelska hersins í Ramallah á Vesturbakka Jórdanar í dag. Landnemarnir höfðu slegið hring um byggingar sem herinn átti að rífa og köstuðu grjóti og eggjum í lögreglumenn. 1.2.2006 17:44 Aukið eftirlit með olíuflutningum Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 1.2.2006 17:01 Myndir af ráninu Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn. 1.2.2006 16:25 Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. 1.2.2006 16:15 Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. 1.2.2006 16:04 Málefni Gusts að skýrast Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum. 1.2.2006 15:44 Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. 1.2.2006 15:28 Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. 1.2.2006 15:00 Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi. 1.2.2006 15:00 Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. 1.2.2006 14:45 Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón? Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni. 1.2.2006 14:30 Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur. 1.2.2006 14:15 Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. 1.2.2006 14:00 Nærri 900 hugmyndir bárust í Hallveigarbrunn Minni strætisvagnar, upphitaðir göngustígar, yfirbyggt Austurstræti og sérstakur dagur faðmlagsins er með þeirra 900 umhverfishugmynda sem bárust í svokallaðan Hallveigarbrunn sem umhverfissvið borgarinnar opnaði á heimasíðu sinni í tvær vikur í síðasta mánuði. 1.2.2006 13:45 Samið á einkareknum skólum Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík. 1.2.2006 13:30 Ræningi enn ófundinn Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. 1.2.2006 13:30 Icelandic Group segir upp öllum starfsmönnum í Hamborg Icelandic Group, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hefur sagt upp öllum 22 starfsmönnum söluskrifstofunnar í Hamborg, vegna endurskipulagningar og í sparnaðarskyni, segir í tilkynningu frá félaginu. 1.2.2006 13:15 Andvaraleysi stjórnvalda geti gert út af við íslenska farmenn Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir andvaraleysi ríkisstjórnarinnar geta gert íslenska skipstjórnarmenn að útlendingum. Hann er upphafsmaður utandagskrárumræðu sem hófst á þingi í hádeginu. 1.2.2006 13:00 Áform á Suðvesturhorni hafi ekki áhrif á álver á Norðurlandi Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á fjölmennum borgarafundi á Akureyri í gærkvöldi, að áform um frekari uppbyggingu álvera á Suðvesturlandi, myndu ekki hafa áhrif á mögulegt álver á Norðurlandi. 1.2.2006 12:45 Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. 1.2.2006 12:30 Sex starfsmannaleigur skráðar hjá Vinnumálastofnun Fjórar starfsmannaleigur hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun í morgun og hafa því alls sex leigur skráð sig þar eins og ný lög um starfsmannaleigur gera ráð fyrir. 1.2.2006 12:15 Spennandi verkefni Þorsteinn Pálsson, nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, segist vona að hann hafi verið ráðinn á eigin verðleikum en ekki sem tilraun til friðþægingar við forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ekki von á stórbreytingum á blaðinu fyrst í kjölfar ráðningar sinnar. 1.2.2006 12:06 Segir íslenska banka viðkvæma fyrir sveiflum Það er veikur blettur á íslenskum bönkum hve mjög þeir reiða sig á erlent lánsfé og hversu óvenjulega náin og óheilbrigð eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja eru hér á landi, segir meðal annars í nýjum skýrslum greiningarfyrirtækjanna Barclays og Capital og Credit Sight. 1.2.2006 12:00 Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast. 1.2.2006 11:45 Nærri þúsund tillögur að nýju nafni á VR Hátt þúsund tillögu bárust í samkeppni Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um nýtt nafn á félagið sem lauk nýverið. Þetta kemur fram á vef félagsins. Efnt var til samkeppninniar þar sem nafnið þótti ekki lengur endurspegla starfsemi félagsins. 1.2.2006 11:30 Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu. 1.2.2006 11:15 86 prósent hafa ekki keypt hvalkjöt í ár Áttatíu og sex prósent Íslendinga hafa ekki keypt hvalkjöt í að minnsta kosti ár samkvæmt nýrri skoðannakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin, IFAW. Þá leiðir könnunin einnig í ljós að 64 prósent þjóðarinnar telja að eftirspurn eftir hvalkjöti innanlands sé lítil á meðan rúm 22 prósemt telja hana mikla. 1.2.2006 11:00 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 1.2.2006 10:45 Búnaðarsambönd á Norðvesturlandi ræða um sameiningu Stjórnir Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga, Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og Búnaðarsambands Strandamanna hafa hafið viðræður um hugsanlega sameiningu sambandanna eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta. 1.2.2006 10:30 Atvinnuleysi að jafnaði 2,1 prósent í fyrra Atvinnuleysi var að jafnaði 2,1 prósent í fyrra samanborið við 3,1 prósent á árinu 2004. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu reyndist eilítið meira en úti á landi, það var 2,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu í fyrra á móti 1,8 prósentum á landsbyggðinni. 1.2.2006 10:30 Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. 1.2.2006 10:00 Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma. 1.2.2006 10:00 Aflvana báti bjargað út af Sauðanesi Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að neyðarblys sást á lofti út af Sauðanesi á milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Rétt í sama mund tilkynnti skipstjóri á vélarvana báti á svæðinu að hann hefði skotið blysinu á loft til að leiðbeina öðrum báti að sér og að engin hætta væri á ferðum. 1.2.2006 09:45 Sjá næstu 50 fréttir
Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. 2.2.2006 07:30
Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. 2.2.2006 07:09
Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag. 1.2.2006 23:04
Öskubuska á fjölunum í óperunni Æfingum fer senn að ljúka á Öskubusku eftir Rossini og verður hún frumsýnd í Íslensku Óperunni á sunnudaginn kemur, 5. febrúar. 1.2.2006 21:55
Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi kominn á skrið Undirbúningur að hátæknisjúkrahúsi við Hringbraut komst á fullan skrið í dag þegar heilbrigðisráðherra undirritaði samninga við danska vinningshafa í samkeppni um skipulag spítalans. 1.2.2006 21:15
Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið. 1.2.2006 20:23
Kaupskipaútgerð að leggjast af Bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðingar reyndu í dag að sannfæra fjármálaráðherra um að kaupskipaútgerð á Íslandi væri að leggjast af vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Árni Matthiesen hummaði það nánast framaf sér. 1.2.2006 20:19
Yoko Ono á leið til landsins Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er væntaleg hingað til lands þann 25. febrúar til að vera viðstödd Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar mun hún ræða listaverk sem hún hefur gefið borginni, svokallaða Friðarsúlu, en um er að ræða 10 til 15 metra háa upplýsta glersúlu. 1.2.2006 20:13
Ekkert lát á flóðunum Ekkert lát er á flóðunum í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi. Í dag bárust yfirvöldum yfir 150 tilkynningar um tjón á byggingum og nokkur til viðbótar á bifreiðum en dæmi eru um að heilu húsin hafi skolast á haf út í vatnselgnum. 1.2.2006 19:45
Varnarviðræður hefjast á morgun Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington á morgun. Ekkert fæst uppgefið um efni þeirra en líkur eru þó taldar á að Íslendingar muni taka við rekstri björgunarþyrlusveitarinnar. 1.2.2006 19:30
Silvía Nótt verður með í forkeppninni Lagið "Til hamingju Ísland" eftir Þorvald Bjarna í flutningi Silvíu Nætur fær að taka þátt í forkeppni söngvakeppninnar þrátt fyrir að lagið hafi birst á netinu. 1.2.2006 18:49
Harma að lagið hafi farið á netið Höfundar lagsins ,,Til hamingju Ísland" sem flytja á í undankeppni Eurovision hér á landi harma að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta segir í yfirlýsingu sem höfundar lagsins sendu frá sér en Silvía Nótt á að flytja lagið. Í yfirlýsingunni segir að þetta hafi verið algjörlega gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar. 1.2.2006 18:04
Átök á Vesturbakkanum milli landnema og Ísraelshers Átök urðu milli landnema og ísraelska hersins í Ramallah á Vesturbakka Jórdanar í dag. Landnemarnir höfðu slegið hring um byggingar sem herinn átti að rífa og köstuðu grjóti og eggjum í lögreglumenn. 1.2.2006 17:44
Aukið eftirlit með olíuflutningum Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 1.2.2006 17:01
Myndir af ráninu Lögreglan leitar enn að ungum manni sem rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu á mánudaginn. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavél sem teknar voru klukkan 11:54 á mánudaginn. 1.2.2006 16:25
Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. 1.2.2006 16:15
Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. 1.2.2006 16:04
Málefni Gusts að skýrast Málefni hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið í talsverðum ólestri síðustu mánuði en Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málefni Gustara munu skýrast á næstu dögum. 1.2.2006 15:44
Fimm taka þátt í hugmyndasamkeppni Búið er að velja fimm hópa sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um hönnun Háskólans í Reykjavík. Auglýst var í desember forval um þátttöku í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á háskólabyggingum á nýju svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. 1.2.2006 15:28
Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. 1.2.2006 15:00
Staða kaupskipaútgerðar skýrist fljótt Fjármálaráðherra segir að fljótt komi í ljós hvort og þá hvernig skuli bregðast við skráningu kaupskipa og farmanna erlendis. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af því á þingi í dag að innan skamms yrðu ekki lengur neinir farmenn skráðir á Íslandi. 1.2.2006 15:00
Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20 prósent og verulega dragi úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. 1.2.2006 14:45
Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón? Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær. Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar. Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni. 1.2.2006 14:30
Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur. 1.2.2006 14:15
Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. 1.2.2006 14:00
Nærri 900 hugmyndir bárust í Hallveigarbrunn Minni strætisvagnar, upphitaðir göngustígar, yfirbyggt Austurstræti og sérstakur dagur faðmlagsins er með þeirra 900 umhverfishugmynda sem bárust í svokallaðan Hallveigarbrunn sem umhverfissvið borgarinnar opnaði á heimasíðu sinni í tvær vikur í síðasta mánuði. 1.2.2006 13:45
Samið á einkareknum skólum Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík. 1.2.2006 13:30
Ræningi enn ófundinn Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. 1.2.2006 13:30
Icelandic Group segir upp öllum starfsmönnum í Hamborg Icelandic Group, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hefur sagt upp öllum 22 starfsmönnum söluskrifstofunnar í Hamborg, vegna endurskipulagningar og í sparnaðarskyni, segir í tilkynningu frá félaginu. 1.2.2006 13:15
Andvaraleysi stjórnvalda geti gert út af við íslenska farmenn Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir andvaraleysi ríkisstjórnarinnar geta gert íslenska skipstjórnarmenn að útlendingum. Hann er upphafsmaður utandagskrárumræðu sem hófst á þingi í hádeginu. 1.2.2006 13:00
Áform á Suðvesturhorni hafi ekki áhrif á álver á Norðurlandi Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á fjölmennum borgarafundi á Akureyri í gærkvöldi, að áform um frekari uppbyggingu álvera á Suðvesturlandi, myndu ekki hafa áhrif á mögulegt álver á Norðurlandi. 1.2.2006 12:45
Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. 1.2.2006 12:30
Sex starfsmannaleigur skráðar hjá Vinnumálastofnun Fjórar starfsmannaleigur hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun í morgun og hafa því alls sex leigur skráð sig þar eins og ný lög um starfsmannaleigur gera ráð fyrir. 1.2.2006 12:15
Spennandi verkefni Þorsteinn Pálsson, nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, segist vona að hann hafi verið ráðinn á eigin verðleikum en ekki sem tilraun til friðþægingar við forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ekki von á stórbreytingum á blaðinu fyrst í kjölfar ráðningar sinnar. 1.2.2006 12:06
Segir íslenska banka viðkvæma fyrir sveiflum Það er veikur blettur á íslenskum bönkum hve mjög þeir reiða sig á erlent lánsfé og hversu óvenjulega náin og óheilbrigð eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja eru hér á landi, segir meðal annars í nýjum skýrslum greiningarfyrirtækjanna Barclays og Capital og Credit Sight. 1.2.2006 12:00
Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast. 1.2.2006 11:45
Nærri þúsund tillögur að nýju nafni á VR Hátt þúsund tillögu bárust í samkeppni Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um nýtt nafn á félagið sem lauk nýverið. Þetta kemur fram á vef félagsins. Efnt var til samkeppninniar þar sem nafnið þótti ekki lengur endurspegla starfsemi félagsins. 1.2.2006 11:30
Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu. 1.2.2006 11:15
86 prósent hafa ekki keypt hvalkjöt í ár Áttatíu og sex prósent Íslendinga hafa ekki keypt hvalkjöt í að minnsta kosti ár samkvæmt nýrri skoðannakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin, IFAW. Þá leiðir könnunin einnig í ljós að 64 prósent þjóðarinnar telja að eftirspurn eftir hvalkjöti innanlands sé lítil á meðan rúm 22 prósemt telja hana mikla. 1.2.2006 11:00
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 1.2.2006 10:45
Búnaðarsambönd á Norðvesturlandi ræða um sameiningu Stjórnir Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga, Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og Búnaðarsambands Strandamanna hafa hafið viðræður um hugsanlega sameiningu sambandanna eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta. 1.2.2006 10:30
Atvinnuleysi að jafnaði 2,1 prósent í fyrra Atvinnuleysi var að jafnaði 2,1 prósent í fyrra samanborið við 3,1 prósent á árinu 2004. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu reyndist eilítið meira en úti á landi, það var 2,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu í fyrra á móti 1,8 prósentum á landsbyggðinni. 1.2.2006 10:30
Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. 1.2.2006 10:00
Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma. 1.2.2006 10:00
Aflvana báti bjargað út af Sauðanesi Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að neyðarblys sást á lofti út af Sauðanesi á milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Rétt í sama mund tilkynnti skipstjóri á vélarvana báti á svæðinu að hann hefði skotið blysinu á loft til að leiðbeina öðrum báti að sér og að engin hætta væri á ferðum. 1.2.2006 09:45