Innlent

Metsöfnun hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um jólin

Rúmar 28 milljónir króna söfnuðust í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir vatni í Afríku.Það er metfé ogþriðjungi meira en í fyrra. Peningarnir renna til þess að grafa brunna í Mósambík, styðja smábændur í Malaví til vatnsöflunar og margvíslegrar nýtingar og til þess að kaupa tanka sem regnvatn safnast í hjá börnum í Úganda sem misst hafa báða foreldra úr alnæmi og búa ein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×