Innlent

Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár

Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku.

Það voru Vinstri grænir í R-listanum, sem komu í veg fyrir að Orkuveitan færi í viðræður um raforkusölu til Helguvíkur, og sneri Orkuveitan þá sér þá að samningum vegna stækkunar álsversins í Straumsvík.

Þá er Hitaveita Suðurnesja eina orkufyrirtækið sem Helguvíkurverið getur reitt sig á. Hún hefur þegar ráðstafað allri væntanlegri orku frá hinni nýju Reykjanesvirkjun og stækkuninni í Svartsengi til stækkunar álversins á Grundartanga við Hvalfjörð. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra hitaveitunnar munu hinsvegar bráðlega hefjast boranir eftir heitu vatni til virkjunar á Trölladyngjusvæðinu, suðaustur af Keili og óskað hefur verið eftir rannsóknaleyfi á Krísuvíkursvæðinu. Ef allt gengi að óskum Hitaveitunnar gæti hún hugsanlega skilað raforku til um það bil hundrað þúsund tonna framleiðslu í Helguvík, eða aðeins hluta fyrirhugaðrar framleiðslu þar, eftir um það bil fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×