Innlent

Í harða samkeppni við flugfélögin

Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera.

British Airways ætlar að hefja áætlunarflug á milli Íslands og Gatwick flugvallar í Lundúnum 26. mars. Til að ná fótfestu á markaðnum og velgja Flugleiðum og Iceland Express undir uggum ætlar félagið að bjóða fyrstu tuttugu þúsund viðskiptavinunum 50 prósenta afslátt af viðmiðunarverði þess á flugleiðinni auk tuttugu prósenta afsláttar af útvöldum hótelum í Lundúnum. Umræddar ferðir verða að eiga sér stað frá 26.mars til ágústloka. Þetta þýðir að hægt verður að fljúga fram og tilbaka til Lundúna fyrir rúmar tólf þúsund krónur. Að tilboðstímabilinu loknu verður fargjaldið tæpar 23 þúsund.

Flogið verður fimm sinnum í viku allan ársins hring. Sam Heine, viðskiptastjóri British Airways, segist hvergi banginn við keppinautanna og að Ísland sé áhugaverður markaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×