Fleiri fréttir

Þrettán efstu sætin í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor var kynntur nú fyrir stundu. Þrettán efstu sætin eru í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fram fór í nóvember. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðir listann og Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, skipar heiðursætið á listanum.

Tveir vilja Hallgrímskirkju

Tveir prestar sækja um stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun nóvember. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og Séra Pjetur Maack Þorsteinsson sækjast báðir eftir brauðinu á Skólavörðuholtinu sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í.

Tveir vilja brauðið

Tveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hallgrímsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsækjendurnir eru séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Pjetur Þorsteinn Maack.

Krónan veiktist

Krónan veiktist í dag um 1,33% í viðskiptum upp á á 18 milljarða króna. Í hálf fimm fréttum KB banka segir að um sé að ræða óvenju mikla hreyfingu á einum degi í ljósi þess að engar nýjar fréttir hafi borist sem gætu réttlætt veikinguna.

Skoða möguleika á kaupum í Orkla Media

Dagsbrún hf. hefur verið að skoða möguleika á kaupum á norska fjölmiðla fyrirtækinu Orkla Media. Orkla Media á meðal annars danska dagblaðið Berlingske Tidende.

Fasteignaverð 63% yfir meðalverði

Meðalfasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaviðskiptum í síðustu viku var rúmar fjörutíu og fimm milljónir króna en það er 63% yfir meðalverði síðustu tólf vikna. Fimmtungi færri fasteignir gengu þó kaupum og sölu en venja er til.

Boðar harðan kosningaslag

Dagur B. Eggertsson boðaði harða kosningabaráttu við Sjálfstæðisflokkinn í vor þegar hann tilkynnti fyrir stundu að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Sextíu til nítíu íbúðir skemmast

Reikna má með því að sextíu til nítíu íbúðir skemmist um áramótin vegna kertabruna samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá. En talið er að á mili þrettán til fimmtán prósent heimila séu með ótryggt innbú og því gæti verið um tjón að ræða á fleiri heimilum en tölur Sjóvá gefa til kynna.

Dagur B. Eggertsson gefur kost á sér í 1. sætið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnakosninganna næsta vor. Þetta tilkynnti Dagur á blaðamaðamannafundi rétt í þessu. Áður hafa Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein gefið kost á sér.

Vistvernd í verki

Snæfellingar hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á umhverfismál. Mikið starf er unnin undir merkjum Grænfánans og Bláfáninn blaktir við hún við Stykkilshólmshöfn.

Fær að fara heim á morgun

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels fær líklega að fara heim af spítala á morgun ef rannsóknir á honum í dag leiða ekkert óeðlilegt í ljós. Sharon fékk vægt heilablóðfall í gær og lá á spítala í nótt. Læknir hans sagði upp úr hádeginu í dag að ekkert benti til að Sharon ætti á hættu að fá annað heilablóðfall næstunni.

14 handteknir á Spáni

Spænska lögreglan handtók í morgun fjórtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks.

Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig

Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig, sérstaklega ekki danskar konur. Eftir háskólanám geta þær átt von á 3% hækkun á launum sínum. Danski karlpeningurinn hefur örlítið forskot á dönsku konurnar en þeir geta átt von á 4,8% launahækkun eftir háskólanám.

Aðeins hálftíma sigling til Eyja

Siglingar á milli Vestmannaeyja og lands tækju aðeins um hálftíma ef hugmyndir nefndar um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja um ferjulægi í Bakkafjöru verða að veruleika.

Á að segja af sér

Árni Magnússon félagsmálaráðherra á að segja af sér að mati Ungra vinstri grænna.

Lækka tolla ekki ótilneydd

Stjórnvöld lækka ekki tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir fyrr en þau neyðast til þess vegna alþjóðasamþykkta. Þangað til verða Íslendingar að greiða hæsta matvælaverð í heimi segir formaður Neytendasamtakanna.

1. sætið?

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Dagur gekk fyrir skemmstu í raðir Samfylkingarinnar og á fundinum í dag kemur væntanlega í ljós hvort hann ætlar að bjóða sig fram í efsta sæti lista Samfylkingarinnar gegn þeim Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein.

Um þrjátíu manns látnir í miklum flóðum í Taílandi

Um þrjátíu manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Taílands. Þúsundir eru innilokaðir í afskekktum þorpum án helstu nauðsynja og segir innanríkisráðherra Taílands að um hálf milljón manna komist hvorki lönd né strönd vegna flóðanna. Talið er að yfir 40 þúsund manns þjáist af sjúkdómum tengdum flóðunum en úrhellisrigning hefur verið í suðurhluta Taílands síðustu tvær vikurnar. Þyrlur vinna nú dag og nótt við að koma matarbirgðum og lyfjum til nauðstaddra en björgunarstarf hefur gengið brösulega vegna veðurs.

Ríkir innflytjendur í Danmörku snúa aftur til heimalanda sinna

Erlendir innflytjendur í Danmörku, sem ná að koma vel undir sig fótunun efnahagslega, hyggjast margir hverjir hverfa til heimalanda sinna aftur, en þeir sem minna mega sín ætla að verða áfram í Danmörku. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri rannsókn háskólans í Hróaskeldu. Margir vel stæðir innflytjendur hafa þegar fjárfest í heimalöndum sínum og búið í haginn fyrir endurkomu þangað, meðal annars með því að hefja þar rekstur, eða kaupa þar húsnæði.

Átta ára gamall drengur lést úr fuglaflensu

Átta ára gamall drengur lést eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin á eftir að staðfesta dánarorsökina, en ef um er að ræða hinn banvæna H5N1 stofn fuglaflensuveirunnar, þá er tala þeirra sem hafa látist úr fuglaflensu í landinu komin í 10. Að sögn talsmanns indónesíska heilbrigðisráðuneytisins greindist drengurinn með fuglaflensu.

Morales sigraði í Bólivíu í gær

Sósíalistinn Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bolívíu í gær. Fyrrverandi forseti landsins, Jorge Kíroga játaði ósigur sinn í nótt, eftir útgönguspá, þar sem hann mældist meira en tíu prósentum undir Morales.

Tveir Danir handteknir fyrir tölvusvindl

Tveir Danir sitja nú í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi grunaðir um tölvusvindl. Danirnir eru ákærðir fyrir að hafa selt grunlausum Þjóðverjum aðgang að erótískum síðum á Internetinu að andvirði rúmlega 240 milljóna króna. Mennirnir hafa samþykkt tilboð saksóknara um tveggja ára fangelsisvist og til greiðslu rúmlega 150 milljóna króna í bætur og er það nú undir dómara komið hvort svo verði raunin

Óeirðir í Kólumbíu í nótt

Þrjátíu og þriggja lögreglumanna er saknað og fimm létust eftir áhlaup fimm hundruð uppreisnarmanna á þorpið San Marino í Kólumbíu í nótt.

Aflaverðmæti íslenskra skipa dregst mikið saman

Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa virðist hafa dregist mun meira saman en tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Þetta kemur fram á vefnum Skip.is, þar sem viðmælandi vefsins bendir á að við útreikningana sé miðað við aflaverðmætið árið 2003 á föstu verðlagi, en ekki sé tekið tillit til gegnisþróunar. Vegna þess telji Hagstofan samdráttinn nema um þremur prósentum, en með tilliti til styrkingar krónunnar gaganvart SDR, sé nær að tala um 17 prósenta samdrátt í aflaverðmætum. Skeikar þarna mörgum milljörðum króna

Keyrt á ljósastaur

Það var þrefalt lán í óláni hjá ungum ökumanni, sem missti stjórn á bíl sínum í fljúgandi hálku og brattri brekku á Akureyri í gærkvöldi, að hann skyldi aka á stag að stórum ljósastaur, í stað þess að steypast niður bratta brekku. Við þunga bílsins brotnaði hinsvegar staurinn, sem var úr tré, en lenti rétt við hlið bílsins í stað þess að falla á hann. Staurinn dró með sér dræsur af neistandi raflínum, en þær lentu ekki heldur á bílnum, sem var ökufær eftir ósköpin. Ökumaðruinn beið ekki boðana og dreif sig út úr bænum, og var það ekki fyrr en norður á Tjörnesi, að Húsavíkurlögreglan stöðvaði hann.

Sharon fær vægt heilablóðfall

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels ætlar ekki að hætta störfum, þrátt fyrir að hafa fengið vægt hjartaáfall í gærkvöldi.

Jólagjöfin í ár: Sex milljóna króna sími

Ertu í vanda með hvað þú vilt gefa ástinni í jólagjöf? Hvað með farsíma sem kostar litlar sex milljónir króna. Það er meðal þess sem rússneskir auðkýfingar geta lagt peninginn sinn í fyrir þessi jólin.

Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, féll í öngvit fyrir stundu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Síðustu fregnir herma að Sharon sé kominn til meðvitundar. Sharon fékk vægt slag en er ekki í lífshættu.

Fyrstu kosningarnar síðan 1970

Íbúar Kongó ganga í dag að kjörborðinu í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu á landsvísu síðan Mobutu Sese Seko, þáverandi einræðisherra, var einn í framboði árið 1970.

Bono, Bill og Melinda Gates fólk ársins

Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, og hjónin Bill og Melinda Gates voru í dag útnefnd fólk ársins 2005 af tímaritinu Time. Bono fær útnefninguna fyrir að berjast fyrir niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims en Bill og Melinda Gates fá hana fyrir að gefa meira fé til góðgerðarstarfa á skemmri tíma en nokkurt annað fólk í sögunni.

Samþykkja að fella útflutningsstyrki niður

Fulltrúar allra 149 aðildarríkja Alþjóða viðskiptastofnunarinnar samþykktu fyrir stundu samkomulag sem heldur lífi í viðræðum um aukið frjálsræði í verslun með landbúnaðarafurðir.

Cheney til Bagdad

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Bagdad í hádeginu til að kynna sér stjórnmálaástandið í landinu. Hann fagnaði nýafstöðnum þingkosningum og hélt til fundar við Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra.

Um hundrað féllu í bardögum

Um hundrað manns létust í bardögum stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við bæinn Adre í Tsjad, nærri landamærunum að Súdan í morgun, að sögn stjórnvalda í Tsjad. Þau segja uppreisnarmenn hafa ráðist á bæinn en stjórnarhermenn hrundið atlögu þeirra.

Strandaði við Grundartanga

Gríska flutningaskipið Polyefkis, strandaði í fjörunni við álverið á Grundartanga um miðnætti síðustu nótt. Engin slys urðu á áhöfninni og litlar skemmdir er taldar hafa orðið á skipinu. Skipið var dregið að höfninni í Grundartanga í nótt.

Óvenju margar ófrískar konur á flóðasvæðunum

Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé. Þau telja að þetta sé eðlilegt náttúrulögmál.

Fella niður útflutningsstyrki

Ríkari þjóðir heims verða að fella niður alla útflutningsstyrki í landbúnaði fyrir árslok 2013 samkvæmt samkomulagi sem samningamenn á fundi Alþjóða verslunarstofnunarinnar komust að snemma í morgun.

Laus úr gæsluvarðhaldi

Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus.

Nær fimmtíu farist í flóðum og aurskriðum

47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga, hugsanlega fleiri. Nokkurra er saknað og má ætla að fleiri hafi drukknað en opinberar tölur segi til um á þessu stigi.

Leggja til niðurfellingu útflutningsstyrkja

Útflutningsstyrkir í landbúnaði verða felldir niður fyrir árslok 2013 samkvæmt drögum að samkomulagi sem verður lagt fyrir fulltrúa ríkja heims á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í dag.

Fundu genið sem ræður hörundslit fólks

Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið hluta gensins sem ræður því hvort fólk verði dökkt eða ljóst á hörund. Rannsóknin bendir líka til að mannkynið skiptist í kynþætt með öðrum hætti en talið hefur verið.

Fjölmennt lögreglulið stöðvar alla bíla

Um 1.500 lögreglumenn vakta götur Cronulla hverfis í Sidney í Ástralíu og reyna þannig að koma í veg fyrir að kynþáttaóeirðir síðustu helgar endurtaki sig.

Sjá næstu 50 fréttir