Erlent

Leggja til niðurfellingu útflutningsstyrkja

Útflutningsstyrkir í landbúnaði verða felldir niður fyrir árslok 2013 samkvæmt drögum að samkomulagi sem verður lagt fyrir fulltrúa ríkja heims á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í dag.

Í sömu drögum er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hætt að greiða útflutningsstyrki til bómullarframleiðenda.

Þúsundir manna söfnuðust saman í almenningsgarði í Hong Kong í dag til að mótmæla auknu frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir en í gær voru hundruð mótmælenda handtekin eftir að til óeirða kom nærri fundarstaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×