Erlent

Fyrstu kosningarnar síðan 1970

Kjósendur ræða við kosningastarfsmann fyrir framan kjörstað í Kongó.
Kjósendur ræða við kosningastarfsmann fyrir framan kjörstað í Kongó. MYND/AP

Íbúar Kongó ganga í dag að kjörborðinu í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár til að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu á landsvísu síðan Mobutu Sese Seko, þáverandi einræðisherra, var einn í framboði árið 1970.

Stjórnarskráin færir héruðum með miklar náttúruauðlindir í jörðu talsverða sjálfsstjórn og er vonast til að hún verði til að koma á stöðugleika í landinu sem farið illa út úr borgarastríðum og einræðistilburðum síðustu áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×