Erlent

Um helmingur Íraka í Danmörku vill snúa aftur heim ef stöðugleiki og friður kemst á í Írak

U m helmingur þeirra 25.000 Íraka sem búsettir eru í Danmörku myndu vilja snúa heim til Íraks, ef nýafstaðnar kosningar í landinu tryggja frið og stöðugleika í landinu. Osama Al-Erhayem, formaður Dansk-írakska félagsins í Danmörku, segir þetta í viðtalið við Berlingske Tidende í dag.

Al-Erhayem telur að ef tilvonandi ríkisstjórn landsins endurspegli fólkið í landinu og hún nái að skapa stöðugleika, þá fari Írakar í Danmörku að flytjast búferlum til heimalands síns strax í febrúar eða mars á næsta ári. Hann segir þó að vilji til að snúa aftur til Íraks ráðist einnig að öryggi í landinu, enda sé friður og stöðugleiki forsenda þess að fólki vilji flytja aftur til Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×