Erlent

Nær fimmtíu farist í flóðum og aurskriðum

47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga, hugsanlega fleiri. Nokkurra er saknað og má ætla að fleiri hafi drukknað en opinberar tölur segi til um á þessu stigi.

Mikið hefur rignt í miðhluta landsins síðustu vikur og hafa 29 látist í Khanh Hoa héraði einu sér, þar á meðal níu vegavinnumenn sem grófust undir aurskriðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×