Erlent

Cheney til Bagdad

Piltar virða fyrir sér lögreglubíl sem sprakk í loft upp í morgun. Þrír lögreglumenn fórust.
Piltar virða fyrir sér lögreglubíl sem sprakk í loft upp í morgun. Þrír lögreglumenn fórust. MYND/AP

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Bagdad núna í hádeginu til að kynna sér stjórnmálaástandið í landinu. Hann fagnaði nýafstöðnum þingkosningum og hélt til fundar við Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra.

Mikið hefur verið um ofbeldi í Írak í morgun og hafa í það minnsta sautján manns látið lífið í sprengingum og skotárásum á þessum fyrsta almenna vinnudegi í Írak eftir kosningarnar í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×