Erlent

Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús

Ariel Sharon stýrði ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ariel Sharon stýrði ríkisstjórnarfundi í morgun. MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, féll í öngvit fyrir stundu og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Síðustu fregnir herma að Sharon sé kominn til meðvitundar. Sharon fékk vægt slag en er ekki í lífshættu.

Sharon var ringlaður fyrst eftir að hann komst aftur til meðvitundar og var fljótlega færður til myndatöku en læknar vilja vita hvað nákvæmlega amar að forsætisráðherranum. Sharon sem er 77 ára hefur verið við ágæta heilsu. Hann stýrði ríkisstjórnarfundi í morgun, við upphaf vinnuvikunnar í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×