Erlent

Um þrjátíu manns látnir í miklum flóðum í Taílandi

Um þrjátíu manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Taílands. Þúsundir eru innilokaðir í afskekktum þorpum án helstu nauðsynja og segir innanríkisráðherra Taílands að um hálf milljón manna komist hvorki lönd né strönd vegna flóðanna. Talið er að yfir 40 þúsund manns þjáist af sjúkdómum tengdum flóðunum en úrhellisrigning hefur verið í suðurhluta Taílands síðustu tvær vikurnar. Þyrlur vinna nú dag og nótt við að koma matarbirgðum og lyfjum til nauðstaddra en björgunarstarf hefur gengið brösulega vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×