Innlent

Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisafbrot gegn fimm unglingsstúlkum

MYND/Vísir

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var kærður fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á aldrinum 14 til 15 ára. Talið er að brotin hafi átt sér stað frá 29. september síðastliðnum til 12. desember.

Talið er að þrír vinir eða kunningjar mannsins hafi verið á vettvangi í einhverjum tilvikum og á lögreglan eftir að hafa uppi á þeim. Hinn kærði skaut málinu til Hæstaréttar þann 16. desember en lögreglan taldi brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi þar sem hætta var talin á að hann myndi reyna að hafa áhrif á vitni. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 22. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×