Innlent

Tveir vilja brauðið

MYND/Valgarður

Tveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hallgrímsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsækjendurnir eru séra Jón Dalbú Hróbjartsson og séra Pjetur Þorsteinn Maack.

Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskups Skálholtsbiskupsdæmis. Embættið veitist frá 1. febrúar 2006. Núverandi sóknarprestur, sr. Sigurður Pálsson, lætur af störfum fyrir aldurs sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×