Erlent

Morales sigraði í Bólivíu í gær

Sósíalistinn Evo Morales sigraði í forsetakosningunum í Bólivíu í gær. Fyrrverandi forseti landsins, Jorge Kíroga játaði ósigur sinn í nótt, eftir útgönguspá, þar sem hann mældist meira en tíu prósentum undir Morales. Þó virðist Morales ekki hafa náð hreinum meirihluta. Samkvæmt lögum í Bólívíu verður þó ekki haldin önnur umferð, heldur þarf þarf meirihluti þings að samþykkja þann sem fékk flest atkvæði í embætti. Það ætti að verða formsatriði að þessu sinni og því líklegt að hinn mjög svo vinstri sinnaði Morales verði næsti forseti Bólivíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×