Erlent

Ríkir innflytjendur í Danmörku snúa aftur til heimalanda sinna

Erlendir innflytjendur í Danmörku, sem ná að koma vel undir sig fótunun efnahagslega, hyggjast margir hverjir hverfa til heimalanda sinna aftur, en þeir sem minna mega sín ætla að verða áfram í Danmörku. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri rannsókn háskólans í Hróaskeldu. Margir vel stæðir innflytjendur hafa þegar fjárfest í heimalöndum sínum og búið í haginn fyrir endurkomu þangað, meðal annars með því að hefja þar rekstur, eða kaupa þar húsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×