Innlent

Tveir vilja Hallgrímskirkju

Tveir prestar sækja um stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun nóvember.

Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og Séra Pjetur Maack Þorsteinsson sækjast báðir eftir brauðinu á Skólavörðuholtinu sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í að fenginni umsögn valnefndar í febrúar næstkomandi.

Valnefnd er skipuð fimm manns Valnefnd skipa fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskups Skálholtsbiskupsdæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×