Fleiri fréttir Þyrlunni snúið við Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið aftur til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag en hún hafði haft viðdvöl á Ísafirði eftir að hafa verið kölluð út vegna slasaðs sjómanns. Skipið var statt um sextíu sjómílur norður af Horni þegar slysið varð en þar sem arfavitlaust veður var á svæðinu var ákveðið að bíða eftir því að veður lægði. 17.12.2005 14:00 Tugir farast í flóðum Í það minnsta 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga. Nokkurra er saknað og því viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka. 17.12.2005 13:51 Snjóar í tvær vikur samfellt Snjónum kyngir niður yfir Yantaiborg í Kína og ástandið er orðið svo slæmt að borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Fyrstu snjókornin féllu á Yantai fyrir tveimur vikum og síðan hefur snjóað kvölds og morgna, dags og nætur. 17.12.2005 13:30 Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. 17.12.2005 12:28 Þyrlan sækir slasaðan sjómann norður af Horni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í morgun til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í skipi sem statt var um sextíu sjómílur norður af Horni. Maðurinn féll niður í lest skipsins og að sögn Gæslunnar kvartaði hann undan bakverkjum. 17.12.2005 11:48 Bílvelta við Hrófá Betur fór en á horfðist þegar maður á áttræðisaldri velti bíl sínum rétt sunnan við Hrófá á Vestfjörðum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og fór eina veltu. 17.12.2005 11:00 Makedónía fær að sækja um aðild Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu á fundi sínum í nótt að Makedónía skyldi vera meðal umsóknarríkja um aðild að sambandinu. Þeir sögðu hins vegar að ákvörðun um aðild yrði að bíða þess að ákveðið hefði verið hvernig staðið skyldi að frekari stækkun sambandsins. 17.12.2005 10:45 Árið 2005 það heitasta á norðurhveli Það stefnir í að árið 2005 verði það heitasta á norðurhveli frá því að mælingar hófust. Þá er útlit er fyrir að það verði það næstheitasta frá upphafi mælinga ef horft er til heimsins alls. 17.12.2005 10:30 Aukin harka færist í mótmælin Aukin harka hefur færst í mótmæli vegna fundar Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Lögregla átti í átökum við mótmælendur sem reyndu að komast að fundarstaðnum og reykur sást rísa frá svæði skammt þar frá. 17.12.2005 10:15 Landbúnaðarvörur ekki dýrar á Íslandi Spánverjar eyða mun stærri hluta af sínum tekjum í kaup á matvælum en Íslendingar. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir landbúnaðarvöru ekki dýra á Íslandi. 17.12.2005 10:05 Náðu samkomulagi um fjárlög Ríki Evrópusambandsins náðu í nótt samkomulagi um langtímafjárlög fyrir árin 2007 til 2013. Samkomulagið náðist í lokin á sautján klukkustunda átakafundi í Brussel sem lauk ekki fyrr en skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. 17.12.2005 10:05 Ófært á Fróðárheiði Óveður er á Fróðárheiði og þar er ófært en annars er hálka, snjóþekja og snjókoma víða á Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum, sem og á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 17.12.2005 09:09 Birtu myndband af árás á Abu Ghraib Al-Qaida liðar í Írak hafa sent frá sér myndband þar sem árás þeirra á Abu Ghraib fangelsið nærri Bagdad fyrr á árinu er útlistuð. Markmið árásarinnar var að sprengja sér leið inn í fangelsið og frelsa fanga ásamt því að valda Bandaríkjamönnum sem mestu tjóni. 16.12.2005 22:55 Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn. 16.12.2005 22:00 Menntaráð eykur fjárhæð til þróunarverkefna Menntaráð Reykjavíkur ætlar að verja þrjátíu milljónum í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í skólamálum. Menntaráð hefur því hækkað styrkupphæð til þrónarverkefna úr fjörutíu og fimm milljónum í sjötí og fimm. 16.12.2005 22:00 Sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra Arkitekt húss við Sæbraut þrettán á Seltjarnarnesi, segir það sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra að rífa húsið. 16.12.2005 21:45 Bóluefni gegn fuglaflensu Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna náðu í dag samkomulagi um að þau standi saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. 16.12.2005 21:30 Sérsmíðaður semball í Salinn Nýr sérsmíðaður semball er kominn í Salinn í Kópavogi og mun Jory Vinikour, bandarískur semballeikari, vígja hann á morgun. 16.12.2005 21:15 Göngugarpar styrkja Sjónarhól Göngugarparnir Bjarki Birgisson, Guðbrandur Einarsson og aðstoðarmaður þeirra Tómas Birgir Magnússon, sem gengu hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" færðu Sjónarhóli 250 þús. króna jólagjöf. 16.12.2005 21:15 Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði og verður þá fjórða stærsta fyrirtækið á markaðnum. 16.12.2005 21:15 VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma. Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. 16.12.2005 21:00 Börn gáfu jólapakka Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin. 16.12.2005 21:00 Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 20:45 Ósáttur við að greiða tvær milljónir fyrir rafmagn Eigandi býlis í Ölfusi er ekki sáttur við að hafa þurft að greiða hátt í tvær milljónir króna til að fá rafmagn heim. 16.12.2005 20:06 Bandalag Sjíta vann líklega stórsigur í Írak Bandalag Sjíta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningunum í Írak í gær. 16.12.2005 19:59 Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins 16.12.2005 19:55 Ríkisstjórnin styður Árna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sinn stuðning og ríkisstjórnarinnar 16.12.2005 19:53 Karlmaður slapp án meiðsla Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag 16.12.2005 19:46 Baugur að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur? Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 19:14 Ræningjar stela peningaflutningabíl Tveir vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl frá Securitas skammt frá Södertälje suður af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. 16.12.2005 19:10 Viðbótarhermenn frá Írak eftir um mánuð Þeir viðbótarhermenn frá Bandaríkjunum sem sendir voru til Íraks til þess að auka öryggi í þingkosningum sem fram fóru í gær fara frá landinu um mánaðamótin janúar-febrúar. Þetta sagði George Casey, yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna í Írak í dag. 16.12.2005 19:00 Sakfelldur fyrir sölu á kjarnorkubúnaði til Pakistans Dómstóll í Alkmaar í Hollandi dæmdi í dag hollenskan kaupsýslumann í eins árs fangelsi fyrir að selja kjarnorkubúnað til Pakistans á ólöglegan hátt. Henk Slebos sendi stofnun í Pakistan fimm sendingar með kjarnorkubúnaði á árunum 1999 til 2002, en samkvæmt hollenskum fjölmiðlum má nota búnaðinn til að búa til kjarnorkusprengju. 16.12.2005 18:45 Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. 16.12.2005 18:31 Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. 16.12.2005 18:15 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að um 3,1 prósent í nóvember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 49 prósent en um 35,5 prósent síðastliðna tólf mánuði. 16.12.2005 17:59 Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. 16.12.2005 17:28 Fimm fengu samtals hundrað milljónir Fimm stærstu kúabú landsins fengu samanlagt rúmar hundrað milljónir króna í styrki úr ríkissjóði á síðasta verðlagsári. Árlega eru greiddir fjórir milljarðar króna í styrki til búvöruframleiðslu og þar af fer um helmingur í mjólkurframleiðslu. 16.12.2005 16:48 Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. 16.12.2005 16:30 SAS hyggst segja upp allt að 300 flugmönnum Norræna flugfélagið SAS hyggst á næstunni segja upp allt að þrjú hundruð flugmönnum í sparnaðarskyni. Frá þessu er greint á vefmiðli danska blaðsins Politiken. Þar er greint frá því að félagið hafi átt í viðræðum við flugmenn í þessari viku vegna fyrirhugaðra uppsagna, en SAS hefur átt á brattann að sækja undanfarin misseri. 16.12.2005 16:17 Fundu 4,5 tonn af kókaíni í skipi Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði nýlega lagt hald á 4,5 tonn af kókaín í skipi sem stöðvað var undan vesturströnd Afríku. Þá var níu manna áhöfn frá Venesúela handtekin. 16.12.2005 16:00 Sprenging við rússneskt kjarnorkuver Einn lést og tveir slösuðust mjög alvarlega í slysi í kjarnorkuveri fyrir utan Pétursborg í Rússlandi í gær. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en kjarnorkustofnun Rússlands hefur gefið misvísandi upplýsingar um málinu. 16.12.2005 15:41 66 þúsund krónur fyrir laxinn Dæmi eru um að hver veiddur lax úr einni á hafi kostað veiðimanninn 66 þúsund krónur í sumar en meðalverð úr sextán ám var tuttugu og átta þúsund krónur á laxinn. 16.12.2005 15:00 Mjólka mótmælir úreltum reglum Mjólka ehf. hefur sent landbúnaðaráðherra bréf þar sem þeir mótmæla harðlega að þurfa gefa upp trúnaðarupplýsingar til samkeppnisaðila. Tilefni mótmælanna er krafa Bændasamtaka Íslands á hendur Mjólku um skil á skýrslum á framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurvara en Mjólka ehf. hóf nýlega framleiðslu mjólkurafurða án ríkisstyrkja. 16.12.2005 14:52 216 milljóna króna munur í útboðinu Tvö hundruð og sextán milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í frárennslisskurð við Kárahnjúkavirkjun. Lægst bauð Héraðsverk á Egilsstöðum, 240 milljónir, sem er 126 milljónum undir kostnaðaráætlun, en hæsta boð átti KNH á Ísafirði, 455 milljónir, sem er 90 milljónum yfir kostnaðaráætlun. 16.12.2005 14:45 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkir kjarasamning Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti nýgerðan kjarasamning við borgina með 94 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 2525 manns en atkvæði greiddu 1025 eða 40 prósent félagsmanna. 16.12.2005 14:44 Sjá næstu 50 fréttir
Þyrlunni snúið við Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið aftur til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag en hún hafði haft viðdvöl á Ísafirði eftir að hafa verið kölluð út vegna slasaðs sjómanns. Skipið var statt um sextíu sjómílur norður af Horni þegar slysið varð en þar sem arfavitlaust veður var á svæðinu var ákveðið að bíða eftir því að veður lægði. 17.12.2005 14:00
Tugir farast í flóðum Í það minnsta 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga. Nokkurra er saknað og því viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka. 17.12.2005 13:51
Snjóar í tvær vikur samfellt Snjónum kyngir niður yfir Yantaiborg í Kína og ástandið er orðið svo slæmt að borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Fyrstu snjókornin féllu á Yantai fyrir tveimur vikum og síðan hefur snjóað kvölds og morgna, dags og nætur. 17.12.2005 13:30
Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. 17.12.2005 12:28
Þyrlan sækir slasaðan sjómann norður af Horni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í morgun til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í skipi sem statt var um sextíu sjómílur norður af Horni. Maðurinn féll niður í lest skipsins og að sögn Gæslunnar kvartaði hann undan bakverkjum. 17.12.2005 11:48
Bílvelta við Hrófá Betur fór en á horfðist þegar maður á áttræðisaldri velti bíl sínum rétt sunnan við Hrófá á Vestfjörðum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og fór eina veltu. 17.12.2005 11:00
Makedónía fær að sækja um aðild Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu á fundi sínum í nótt að Makedónía skyldi vera meðal umsóknarríkja um aðild að sambandinu. Þeir sögðu hins vegar að ákvörðun um aðild yrði að bíða þess að ákveðið hefði verið hvernig staðið skyldi að frekari stækkun sambandsins. 17.12.2005 10:45
Árið 2005 það heitasta á norðurhveli Það stefnir í að árið 2005 verði það heitasta á norðurhveli frá því að mælingar hófust. Þá er útlit er fyrir að það verði það næstheitasta frá upphafi mælinga ef horft er til heimsins alls. 17.12.2005 10:30
Aukin harka færist í mótmælin Aukin harka hefur færst í mótmæli vegna fundar Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Lögregla átti í átökum við mótmælendur sem reyndu að komast að fundarstaðnum og reykur sást rísa frá svæði skammt þar frá. 17.12.2005 10:15
Landbúnaðarvörur ekki dýrar á Íslandi Spánverjar eyða mun stærri hluta af sínum tekjum í kaup á matvælum en Íslendingar. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir landbúnaðarvöru ekki dýra á Íslandi. 17.12.2005 10:05
Náðu samkomulagi um fjárlög Ríki Evrópusambandsins náðu í nótt samkomulagi um langtímafjárlög fyrir árin 2007 til 2013. Samkomulagið náðist í lokin á sautján klukkustunda átakafundi í Brussel sem lauk ekki fyrr en skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. 17.12.2005 10:05
Ófært á Fróðárheiði Óveður er á Fróðárheiði og þar er ófært en annars er hálka, snjóþekja og snjókoma víða á Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum, sem og á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 17.12.2005 09:09
Birtu myndband af árás á Abu Ghraib Al-Qaida liðar í Írak hafa sent frá sér myndband þar sem árás þeirra á Abu Ghraib fangelsið nærri Bagdad fyrr á árinu er útlistuð. Markmið árásarinnar var að sprengja sér leið inn í fangelsið og frelsa fanga ásamt því að valda Bandaríkjamönnum sem mestu tjóni. 16.12.2005 22:55
Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn. 16.12.2005 22:00
Menntaráð eykur fjárhæð til þróunarverkefna Menntaráð Reykjavíkur ætlar að verja þrjátíu milljónum í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í skólamálum. Menntaráð hefur því hækkað styrkupphæð til þrónarverkefna úr fjörutíu og fimm milljónum í sjötí og fimm. 16.12.2005 22:00
Sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra Arkitekt húss við Sæbraut þrettán á Seltjarnarnesi, segir það sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra að rífa húsið. 16.12.2005 21:45
Bóluefni gegn fuglaflensu Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna náðu í dag samkomulagi um að þau standi saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. 16.12.2005 21:30
Sérsmíðaður semball í Salinn Nýr sérsmíðaður semball er kominn í Salinn í Kópavogi og mun Jory Vinikour, bandarískur semballeikari, vígja hann á morgun. 16.12.2005 21:15
Göngugarpar styrkja Sjónarhól Göngugarparnir Bjarki Birgisson, Guðbrandur Einarsson og aðstoðarmaður þeirra Tómas Birgir Magnússon, sem gengu hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" færðu Sjónarhóli 250 þús. króna jólagjöf. 16.12.2005 21:15
Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði og verður þá fjórða stærsta fyrirtækið á markaðnum. 16.12.2005 21:15
VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma. Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. 16.12.2005 21:00
Börn gáfu jólapakka Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin. 16.12.2005 21:00
Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 20:45
Ósáttur við að greiða tvær milljónir fyrir rafmagn Eigandi býlis í Ölfusi er ekki sáttur við að hafa þurft að greiða hátt í tvær milljónir króna til að fá rafmagn heim. 16.12.2005 20:06
Bandalag Sjíta vann líklega stórsigur í Írak Bandalag Sjíta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningunum í Írak í gær. 16.12.2005 19:59
Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins 16.12.2005 19:55
Ríkisstjórnin styður Árna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sinn stuðning og ríkisstjórnarinnar 16.12.2005 19:53
Karlmaður slapp án meiðsla Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag 16.12.2005 19:46
Baugur að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur? Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 19:14
Ræningjar stela peningaflutningabíl Tveir vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl frá Securitas skammt frá Södertälje suður af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. 16.12.2005 19:10
Viðbótarhermenn frá Írak eftir um mánuð Þeir viðbótarhermenn frá Bandaríkjunum sem sendir voru til Íraks til þess að auka öryggi í þingkosningum sem fram fóru í gær fara frá landinu um mánaðamótin janúar-febrúar. Þetta sagði George Casey, yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna í Írak í dag. 16.12.2005 19:00
Sakfelldur fyrir sölu á kjarnorkubúnaði til Pakistans Dómstóll í Alkmaar í Hollandi dæmdi í dag hollenskan kaupsýslumann í eins árs fangelsi fyrir að selja kjarnorkubúnað til Pakistans á ólöglegan hátt. Henk Slebos sendi stofnun í Pakistan fimm sendingar með kjarnorkubúnaði á árunum 1999 til 2002, en samkvæmt hollenskum fjölmiðlum má nota búnaðinn til að búa til kjarnorkusprengju. 16.12.2005 18:45
Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. 16.12.2005 18:31
Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. 16.12.2005 18:15
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að um 3,1 prósent í nóvember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 49 prósent en um 35,5 prósent síðastliðna tólf mánuði. 16.12.2005 17:59
Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. 16.12.2005 17:28
Fimm fengu samtals hundrað milljónir Fimm stærstu kúabú landsins fengu samanlagt rúmar hundrað milljónir króna í styrki úr ríkissjóði á síðasta verðlagsári. Árlega eru greiddir fjórir milljarðar króna í styrki til búvöruframleiðslu og þar af fer um helmingur í mjólkurframleiðslu. 16.12.2005 16:48
Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. 16.12.2005 16:30
SAS hyggst segja upp allt að 300 flugmönnum Norræna flugfélagið SAS hyggst á næstunni segja upp allt að þrjú hundruð flugmönnum í sparnaðarskyni. Frá þessu er greint á vefmiðli danska blaðsins Politiken. Þar er greint frá því að félagið hafi átt í viðræðum við flugmenn í þessari viku vegna fyrirhugaðra uppsagna, en SAS hefur átt á brattann að sækja undanfarin misseri. 16.12.2005 16:17
Fundu 4,5 tonn af kókaíni í skipi Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði nýlega lagt hald á 4,5 tonn af kókaín í skipi sem stöðvað var undan vesturströnd Afríku. Þá var níu manna áhöfn frá Venesúela handtekin. 16.12.2005 16:00
Sprenging við rússneskt kjarnorkuver Einn lést og tveir slösuðust mjög alvarlega í slysi í kjarnorkuveri fyrir utan Pétursborg í Rússlandi í gær. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en kjarnorkustofnun Rússlands hefur gefið misvísandi upplýsingar um málinu. 16.12.2005 15:41
66 þúsund krónur fyrir laxinn Dæmi eru um að hver veiddur lax úr einni á hafi kostað veiðimanninn 66 þúsund krónur í sumar en meðalverð úr sextán ám var tuttugu og átta þúsund krónur á laxinn. 16.12.2005 15:00
Mjólka mótmælir úreltum reglum Mjólka ehf. hefur sent landbúnaðaráðherra bréf þar sem þeir mótmæla harðlega að þurfa gefa upp trúnaðarupplýsingar til samkeppnisaðila. Tilefni mótmælanna er krafa Bændasamtaka Íslands á hendur Mjólku um skil á skýrslum á framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurvara en Mjólka ehf. hóf nýlega framleiðslu mjólkurafurða án ríkisstyrkja. 16.12.2005 14:52
216 milljóna króna munur í útboðinu Tvö hundruð og sextán milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í frárennslisskurð við Kárahnjúkavirkjun. Lægst bauð Héraðsverk á Egilsstöðum, 240 milljónir, sem er 126 milljónum undir kostnaðaráætlun, en hæsta boð átti KNH á Ísafirði, 455 milljónir, sem er 90 milljónum yfir kostnaðaráætlun. 16.12.2005 14:45
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkir kjarasamning Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti nýgerðan kjarasamning við borgina með 94 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 2525 manns en atkvæði greiddu 1025 eða 40 prósent félagsmanna. 16.12.2005 14:44