Fleiri fréttir

Órói á Gaza-ströndinni

Ísraelskar hersveitir þvinga nú landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín þar en frestur til að fara friðsamlega rann út á miðnætti. Reiði og angist hrjá landnemana sem hafa sumir hverjir búið á svæðinu í nærri fjóra áratugi, en Palestínumenn gleðjast yfir því að fá hernumið land til baka.

Atvinnuleysi eykst í Bretlandi

Atvinnuleysi jókst í Bretlandi í júlí, sjötta mánuðinn í röð og er nú hið mesta í heilt ár, samkvæmt tölum frá bresku hagstofunni.

Lögreglan sökuð um ósannindi

Brasilíumaðurinn sem breska lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var ekki á flótta undan lögreglunni þegar hann var skotinn, heldur gekk rólega í gegn um hlið á lestarstöðinni.

Foreldar velji kyn barns síns

Bresk yfirvöld íhuga nú hvort gefa eigi foreldrum sem gangast undir tæknifrjóvgun leyfi til að velja sjálf hvors kyns ófædda barn þeirra verður.

Meint brot samþykkt í úttekt

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hófst kynning á skýrslunni á Hótel Nordica klukkan  níu í morgun.

Mikil mannekla á leikskólum

Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum.

Vilja úttekt á leiðakerfi

Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá.

Allir opnir fyrir samstarfi

Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista.

Hrefnuvertíð lokið

Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum.

Lýst eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103.

Erlendir ferðamenn þurfa fræðslu

Ferðamenn sem koma hingað til lands vita fæstir að láti þeir ekki vita af sér á ferðalögum fer af stað viðamikil leit á borð við þá sem fór í gang í gær þegar yfir 50 leitarmenn leituðu þýsks ferðalangs á Vestfjörðum.

Neituðu öll sök

Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar. Þau voru samhljóða þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum.  

Mótmælendur hyggjast kæra

Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna.

At gert í ættingjum fórnarlamba

Lögreglan í Bretlandi hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að ættingjar fórnarlambs Tsunami flóðbylgjunnar í Asíu fengu sendan tölvupóst þar sem fram kom að ættingi þeirra hafði fundist á lífi á spítala í Tælandi.

Varað við saurgerlum í neysluvatni

Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu.

Samningur um sálfræðiþjónustu

Samningar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum voru undirritaðir á Ísafirði í dag. Landspítali - Háskólasjúkrahús gerir samningana við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðabæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík.

Ekkert barnaklám fannst í tölvum

Ekkert barnaklám fannst í tölvubúnaði 32 ára Íslendings sem Europol sendi tilkynningu um til lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt henni hafði maðurinn tengst netbúnaði alþjóðlegs barnaklámhrings. Rannsókn á tölvubúnaði hans er lokið. </font /></b />

Þrír skotnir á Gaza-ströndinni

Landnemi á Vesturbakkanum skaut þrjá Palestínumenn til bana í dag. Manninum, sem mun hafa verið bílstjóri sem var við störf í landnemabyggð á Vesturbakkanum, tókst að stela byssu öryggisvarðar og skaut tvo farþega sína til bana.

Meintur banamaður var í flughernum

Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Vargdýr ógna lífríki Mývatns

Vegna lokunar kísilverksmiðjunnar og minnkandi tekna hefur Skútustaðahreppur neyðst til þess að skera niður fé til minka- og tófuveiða. Öllum ber saman um að lífríki Mývatns kunni að vera hætta búin en hvergi í heiminum verpa jafnmargar andartegundir. Straumönd og Flórgoði eru taldar viðkvæmastar ef minkurinn skyldi ná fótfestu.

Evrópufræðasetur á Bifröst

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans.

Göngin boðin út í janúar

"Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar.

Segjast öll saklaus

Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006.

Eðlileg skýring á ákæruatriðum

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun.

Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins

Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit.

Órói á Gasa-ströndinni

Skömmu eftir miðnætti réðust óvopnaðir ísraelskir hermenn inn í nokkrar landnemabyggðir á Gasa-ströndinni og tóku til við að flytja landnemana á brott, með góðu eða illu. Frestur til að fara með friði og spekt rann út á miðnætti. Grátur og gnístran tanna voru friðsamlegustu viðbrögðin, víða létu landnemarnir öllum illum látum, grýttu hermennina og létu fúkyrðin fjúka.

Verður rekið í réttarsal

Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal.

Ættleiðingar til samkynhneigðra

Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra.

Samfylkingin fram með opinn faðm

Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans.

Rafmagn og sjór í skólann

Kennurum og starfsliði í Laugarnesskóla létti mikið í gær þegar rafmagn komst á í skólanum skömmu fyrir hádegi en þar hafði verið rafmagnslaust í tæpan mánuð. "Nú hefst upplýst skólastarf," sagði Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri himinlifandi þegar hann kveikti ljósið í skólanum.

Engir nemar í nokkrum árgöngum

Nemendum fer sífellt fækkandi í Bíldudalsskóla en tuttugu og fimm munu nema þar í vetur. Enginn nemandi verður í sjötta bekk og aðeins einn nemandi verður í þeim fyrsta. Í Patreksfjarðarskóla, en báðir þessir skólar heyra undir Grunnskóla Vesturbyggðar, verður enginn nemandi í öðrum bekk að sögn Nönnu Sjafnar Pétursdóttur skólastýru.

Fara fram á opinbera rannsókn

Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar fara fram á opinbera rannsókn á aðgerðum lögreglu í sinn garð. Þeir saka lögreglu um að beita andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Fyrstu flóttamennirnir komnir

Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu.

Fyrstu flóttamennirnir komnir

Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu.

Nafn stúlkunnar sem var myrt

Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður.

Flugliðinn enn í haldi vegna morðrannsóknar

Stúlkan sem myrt var á varnasvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sunnudagskvöld hét Ashley Turner. Hún var fædd í Fredrick í Marylandríki 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunarsveitar varnarliðsins. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir og er liðsmaður flugliðs varnarliðsins enn í haldi vegna rannsóknarinnar.

Dæling Shell stöðvuð

Hundruð reiðra íbúa þorpa við óshólma Níger-fljótsins í Nígeríu lokuðu einni af dælustöðvum Royal Dutch Shell olíufélagsins á svæðinu í gær og þar með dróst olíuframleiðsla landsins saman um 10.000 föt á dag.

Munkur myrtur

Stofnandi Taize-reglunnar svonefndu, bróðir Roger, var myrtur í fyrrakvöld á bænasamkomu, í Búrgúndarhéraði, Frakklandi frammi fyrir þúsundum trúaðra.

Sprengjusyrpa í Bangladess

Hundruð sprengja voru sprengdar nánast samtímis um allt Bangladess í gær. Tveir eru sagðir látnir og 125 særðir.

Á fimmta tug féll í árásum

43 Írakar biðu bana í þremur bílsprengjuárásum í Bagdad í gær og 89 slösuðust. Þetta eru mannskæðustu árásir sem gerðar hafa verið í höfuðborginni í margar vikur.

Rússar slátra fuglum

Rússar hafa slátrað á annað hundrað þúsund fugla sem taldir eru hafa sýkst af fuglaflensu. Óttast er að flensan geti borist þaðan til Vestur-Evrópu en hennar hefur orðið vart í fuglum í Úralfjöllum, á mótum asíska og evrópska hluta Rússlands.

Mengað eldsneyti líklega orsökin

Aðskotaefni í eldsneytistönkum er líklega orsök flugslyssins í Venesúela í fyrradag þegar MD-82-þota West Caribbean Airways fórst með 160 manns innanborðs.

Brottflutningur með valdi hafinn

Ísraeli myrti fjóra Palestínumenn á Vesturbakkanum í gær og særði tvo til viðbótar. Ekki skarst verulega í odda á milli hermanna og landnema á Gaza þótt margir hefðu verið fluttir á brott með valdi.

Hrefnuvertíðinni lokið

Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili.

Á annað hundrað taldir af

Óttast er að yfir hundrað manns hafi drukknað þegar báti, drekkhlöðnum af innflytjendum, hvolfdi á Kyrrahafi.

Sjá næstu 50 fréttir