Innlent

Hrefnuvertíð lokið

Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum. Vertíðin gekk framan af fremur illa sökum veðurs og fyrstu dagana veiddist ein og ein hrefna. Það breyttist þó þegar líða fór á ágústmánuð. Vísindaveiðar á hrefnu hér við land eru nú hálfnaðar, en áætlað er að sumarið 2007 verði tvö hundraðasta hrefnan veidd. Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur í Sjávarútvegsráðuneytinu, segir hrefnuveiðian hafa gengið upp og ofan og í byrjun tímabilsins viðraði mjög illa og þá hafi veiðst ein og ein hrefna. Hún segir veiðar ekki hafa glæðst fyrr en um Verslunarmannahelgi og veiddist síðan síðasta hrefnan í nótt. Ásta sagði rannsóknirnar ganga vel fyrir sig, verið væri að taka sýni og vinna úr þeim. Niðurstöðum hefur þó ekki enn verið skilað en búist er við að bráðabirgðaniðurstöður verði gefnar út á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×