Erlent

Munkur myrtur

Stofnandi Taize-reglunnar svonefndu, bróðir Roger, var myrtur í fyrrakvöld á bænasamkomu, í Búrgúndarhéraði, Frakklandi frammi fyrir þúsundum trúaðra. Rúmensk kona hljóp upp að altarinu þar sem munkurinn stóð og lagði hann hnífi margsinnis. Ekki er vitað hvað henni gekk til með verknaðinum en hún er þó sögð heil á geði. Hnífinn hafði konan keypt deginum áður þannig að morðið var skipulagt. Benedikt XVI páfi hefur þegar lýst yfir harmi sínum, svo og Chirac Frakklandsforseti. Taize-samfélagið er kristin munkaregla sem leggur áherslu á kyrrð, kærleika og tilbeiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×