Erlent

Lögreglan sökuð um ósannindi

Hann var heldur ekki klæddur í þykka vetrarúlpu, líkt og lögreglan hefur haldið fram, að því er fréttavefur BBC skýrir frá. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um atburðinn sem lekið hefur verið til bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV. Í henni kemur jafnframt fram að manninum, Jean Charles de Menezes, hafi verið haldið föstum þegar hann var skotinn. Skýrslan byggir meðal annars á framburði vitna og upptökum úr öryggismyndavélum í lestarstöðinni. Á myndunum sést Menezes ganga rólega gegn um hlið lestarstöðvarinnar og ná sér í dagblað. Hann hljóp svo í átt að brautarpallinum þegar hann sá lestina nálgast og sat í sæti lestarinnar þegar hann var skotinn. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um skýrsluna, né um lekann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×