Fleiri fréttir Samfylkingin býður fram sér Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í gær var stjórn þess falið að móta hugmyndir um hvernig staðið skuli að framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Skulu hugmyndir um tilhögun framboðsins lagðar fyrir fulltrúaráðsfund í september. 17.8.2005 00:01 Mótmælendur kæra lögregluna Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði. 17.8.2005 00:01 Útilokar ekki borgarstjórastólinn Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum. 17.8.2005 00:01 Sakborningar ítrekuðu sakleysi Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs og fimm öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi hans telur að málið taki allt að fjórar vikur í flutningi fyrir dómi. Stefnt er að því að ljúka meðferð málsins fyrir áramót. Fjölskipaður dómur dæmir í málinu í undirrétti. 17.8.2005 00:01 Greiðslukortafærslur birtar Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. 17.8.2005 00:01 Skýringar á öllum ákæruatriðum Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu. 17.8.2005 00:01 Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. 16.8.2005 00:01 Ásgeir hafnaði þingsæti Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. 16.8.2005 00:01 Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. 16.8.2005 00:01 Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. 16.8.2005 00:01 Snarpur skjálfti skekur Japan Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi. 16.8.2005 00:01 Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. 16.8.2005 00:01 Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 16.8.2005 00:01 Áfram viðræður um stjórnarskrá Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. 16.8.2005 00:01 Leita ferðamanns á Vestfjörðum Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu. 16.8.2005 00:01 Segja þrýsting hafa fallið í vél Sérfræðingar segja loftþrýsting hafa fallið og þar af leiðandi súrefni og hitastig í kýpversku farþegavélinni sem fórst síðastliðinn sunnudag, en alls fórust 121 í slysinu. Fjölmiðlar á Grikklandi segja fólkið um borð hafa frosið í hel en grísk yfirvöld segja þó líkin ekki hafa verið köld þegar þau fundust. Svarti kassinn úr vélinni er fundinn og sagði heilbrigðisráðherra landsins í gær að niðurstöður rannsóknar yrðu gerðast opinberar á næstu dögum. 16.8.2005 00:01 Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. 16.8.2005 00:01 Manntjón í flóðum í Kína Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. 16.8.2005 00:01 Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. 16.8.2005 00:01 Mótmæla brottvísun mótmælenda Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna. 16.8.2005 00:01 Hermenn farast í þyrluslysi Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. 16.8.2005 00:01 Hefur verið 748 daga í geimnum Rússneski geimfarinn Sergei Krikalev setti í dag met í lengd dvalar úti í geimnum. Á tuttugu ára ferli sem geimfari hefur Krikalev samtals verið 748 daga úti í geimnum. Hann var meðal annars í áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mir, hann hefur verið í alþjóðlegu geimstöðinni og flogið bæði með rússnesku Soyus-geimförunum og bandarískum geimferjum. 16.8.2005 00:01 Í lífshættu vegna guðlasts Pakistanskur maður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir guðlast hefur verið settur í einangrun til að koma í veg fyrir að aðrir fangar vinni honum mein. Maðurinn, sem er fertugur að aldri, skrifaði bók sem dæmd var guðlast og þótti hæfileg refsing að svipta hann frelsi það sem eftir væri ævinnar. Ekki þótti öllum það nóg og fleiri en einn klerkur hefur lýst „fatva“ á hendur honum, en það jafngildir heimild til allra múslima að drepa hann hvar sem til hans næst. 16.8.2005 00:01 Leita Þjóðverja á Hornströndum Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan. 16.8.2005 00:01 Fjarlægðu fólk með valdi frá Gasa Ísraelskar öryggissveitir beittu í dag valdi til þess að fjarlægja fólk úr landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Palestínskir lögreglumenn eru þegar komnir til Gaza. 16.8.2005 00:01 Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. 16.8.2005 00:01 Flugslys í Venesúela Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir. 16.8.2005 00:01 Mótmæla hækkun leikskólagjalda Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa. 16.8.2005 00:01 Rússar eiga stysta ævi í Evrópu Rússneskir karlmenn eiga stysta ævi allra karlmanna í Evrópu, og er sláandi hve ævi þeirra hefur styst eftir fall Sovétríkjanna. Íslendingar verða hins vegar allra karla elstir. 16.8.2005 00:01 Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. 16.8.2005 00:01 Fangauppþot í Gvatemala Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað. 16.8.2005 00:01 Fylgi Sjálfstæðisflokks mest Í skoðanakönnunn Plússins um hvaða flokk Reykvíkingar hyggist kjósa í komandi borgarstjórnarkosningum kemur í ljós að 37 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 22 prósent Samfylkinguna, 8 prósent Vinstri - græna og aðeins 3 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og enn færri, eða 1 prósent, ætla að kjósa Frjálslynda. 16.8.2005 00:01 Öflugur jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á Richter reið yfir norð-austurhluta Japan í gær. Um sextíu slösuðust en enginn lét lífið en skjálftinn átti upptök sín djúpt á sjávarbotni, 80 kílómetrum út af strönd Japans. 16.8.2005 00:01 Aukaatriði að aðalatriðum Aukaatriði urðu að aðalatriði í þingnefndaryfirheyrslum yfir forseta Filippseyja, Gloriu Macapagal Arroyo, í gær. 16.8.2005 00:01 Sáttafundur nágranna Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu. 16.8.2005 00:01 Hinseginfræði í Kína Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra. 16.8.2005 00:01 Einn lést vegna rafmagnsbruna Eitt dauðsfall varð af völdum rafmagnsbruna á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn síðan 1996 sem mannslát verður vegna rafmagnsbruna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Neytendastofu um rafmagnsbruna árið 2004. 16.8.2005 00:01 Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. 16.8.2005 00:01 Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. 16.8.2005 00:01 Beraði sig fyrir framan stúlkur Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns sem beraði kynfæri sín fyrir framan tvær ungar stúlkur í Reykjavík í gær. 16.8.2005 00:01 Enginn komst lífs af í flugslysi Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél vegum kólumbíska flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í fjalllendi í Vensúela nærri landamærum Kólumbíu. Alls voru 160 manns í vélinni að sögn flugfélagsins, 152 farþegar og átta manna áhöfn. 16.8.2005 00:01 Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. 16.8.2005 00:01 Jafnrétti mest á Norðurlöndum Jafnrétti kynjanna er mest í heimi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í könnun sem Verdens Økonomiske Forum gerði í 58 löndum. Efst á listanum trónir Svíþjóð með einkunina 5,53 af 7 mögulegum en í næstu sætum eru Noregur, Ísland, Danmörk og Finnland. England er í 8. sæti, Bandaríkin í því 17. en Pakistan, Tyrkland og Egyptaland eru neðst á listanum og þar er því mestur munur á körlum og konum. 16.8.2005 00:01 Maður sem leitað var að fundinn 23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað. 16.8.2005 00:01 Afli dregst saman um 50% milli ára Fiskaflinn í júlí 2005 var 87 þúsund tonn en var 172 þúsund tonn í júlí 2004. Aflinn dregst því saman um tæplega 50 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að þar muni mest um 58 þúsund tonna samdrátt í kolmunnaafla í júlí 2005 frá sama tíma fyrir ári og að engin loðnuveiði hafi verið í nýliðnum júlí sem teljist óvenjulegt. 16.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samfylkingin býður fram sér Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í gær var stjórn þess falið að móta hugmyndir um hvernig staðið skuli að framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Skulu hugmyndir um tilhögun framboðsins lagðar fyrir fulltrúaráðsfund í september. 17.8.2005 00:01
Mótmælendur kæra lögregluna Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði. 17.8.2005 00:01
Útilokar ekki borgarstjórastólinn Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum. 17.8.2005 00:01
Sakborningar ítrekuðu sakleysi Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs og fimm öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi hans telur að málið taki allt að fjórar vikur í flutningi fyrir dómi. Stefnt er að því að ljúka meðferð málsins fyrir áramót. Fjölskipaður dómur dæmir í málinu í undirrétti. 17.8.2005 00:01
Greiðslukortafærslur birtar Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. 17.8.2005 00:01
Skýringar á öllum ákæruatriðum Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu. 17.8.2005 00:01
Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. 16.8.2005 00:01
Ásgeir hafnaði þingsæti Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. 16.8.2005 00:01
Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. 16.8.2005 00:01
Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. 16.8.2005 00:01
Snarpur skjálfti skekur Japan Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi. 16.8.2005 00:01
Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. 16.8.2005 00:01
Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 16.8.2005 00:01
Áfram viðræður um stjórnarskrá Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. 16.8.2005 00:01
Leita ferðamanns á Vestfjörðum Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu. 16.8.2005 00:01
Segja þrýsting hafa fallið í vél Sérfræðingar segja loftþrýsting hafa fallið og þar af leiðandi súrefni og hitastig í kýpversku farþegavélinni sem fórst síðastliðinn sunnudag, en alls fórust 121 í slysinu. Fjölmiðlar á Grikklandi segja fólkið um borð hafa frosið í hel en grísk yfirvöld segja þó líkin ekki hafa verið köld þegar þau fundust. Svarti kassinn úr vélinni er fundinn og sagði heilbrigðisráðherra landsins í gær að niðurstöður rannsóknar yrðu gerðast opinberar á næstu dögum. 16.8.2005 00:01
Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. 16.8.2005 00:01
Manntjón í flóðum í Kína Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. 16.8.2005 00:01
Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. 16.8.2005 00:01
Mótmæla brottvísun mótmælenda Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna. 16.8.2005 00:01
Hermenn farast í þyrluslysi Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. 16.8.2005 00:01
Hefur verið 748 daga í geimnum Rússneski geimfarinn Sergei Krikalev setti í dag met í lengd dvalar úti í geimnum. Á tuttugu ára ferli sem geimfari hefur Krikalev samtals verið 748 daga úti í geimnum. Hann var meðal annars í áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mir, hann hefur verið í alþjóðlegu geimstöðinni og flogið bæði með rússnesku Soyus-geimförunum og bandarískum geimferjum. 16.8.2005 00:01
Í lífshættu vegna guðlasts Pakistanskur maður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir guðlast hefur verið settur í einangrun til að koma í veg fyrir að aðrir fangar vinni honum mein. Maðurinn, sem er fertugur að aldri, skrifaði bók sem dæmd var guðlast og þótti hæfileg refsing að svipta hann frelsi það sem eftir væri ævinnar. Ekki þótti öllum það nóg og fleiri en einn klerkur hefur lýst „fatva“ á hendur honum, en það jafngildir heimild til allra múslima að drepa hann hvar sem til hans næst. 16.8.2005 00:01
Leita Þjóðverja á Hornströndum Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan. 16.8.2005 00:01
Fjarlægðu fólk með valdi frá Gasa Ísraelskar öryggissveitir beittu í dag valdi til þess að fjarlægja fólk úr landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Palestínskir lögreglumenn eru þegar komnir til Gaza. 16.8.2005 00:01
Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. 16.8.2005 00:01
Flugslys í Venesúela Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir. 16.8.2005 00:01
Mótmæla hækkun leikskólagjalda Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa. 16.8.2005 00:01
Rússar eiga stysta ævi í Evrópu Rússneskir karlmenn eiga stysta ævi allra karlmanna í Evrópu, og er sláandi hve ævi þeirra hefur styst eftir fall Sovétríkjanna. Íslendingar verða hins vegar allra karla elstir. 16.8.2005 00:01
Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. 16.8.2005 00:01
Fangauppþot í Gvatemala Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað. 16.8.2005 00:01
Fylgi Sjálfstæðisflokks mest Í skoðanakönnunn Plússins um hvaða flokk Reykvíkingar hyggist kjósa í komandi borgarstjórnarkosningum kemur í ljós að 37 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 22 prósent Samfylkinguna, 8 prósent Vinstri - græna og aðeins 3 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og enn færri, eða 1 prósent, ætla að kjósa Frjálslynda. 16.8.2005 00:01
Öflugur jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti sem mældist 7,2 á Richter reið yfir norð-austurhluta Japan í gær. Um sextíu slösuðust en enginn lét lífið en skjálftinn átti upptök sín djúpt á sjávarbotni, 80 kílómetrum út af strönd Japans. 16.8.2005 00:01
Aukaatriði að aðalatriðum Aukaatriði urðu að aðalatriði í þingnefndaryfirheyrslum yfir forseta Filippseyja, Gloriu Macapagal Arroyo, í gær. 16.8.2005 00:01
Sáttafundur nágranna Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu. 16.8.2005 00:01
Hinseginfræði í Kína Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra. 16.8.2005 00:01
Einn lést vegna rafmagnsbruna Eitt dauðsfall varð af völdum rafmagnsbruna á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn síðan 1996 sem mannslát verður vegna rafmagnsbruna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Neytendastofu um rafmagnsbruna árið 2004. 16.8.2005 00:01
Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. 16.8.2005 00:01
Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. 16.8.2005 00:01
Beraði sig fyrir framan stúlkur Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns sem beraði kynfæri sín fyrir framan tvær ungar stúlkur í Reykjavík í gær. 16.8.2005 00:01
Enginn komst lífs af í flugslysi Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél vegum kólumbíska flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í fjalllendi í Vensúela nærri landamærum Kólumbíu. Alls voru 160 manns í vélinni að sögn flugfélagsins, 152 farþegar og átta manna áhöfn. 16.8.2005 00:01
Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. 16.8.2005 00:01
Jafnrétti mest á Norðurlöndum Jafnrétti kynjanna er mest í heimi á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í könnun sem Verdens Økonomiske Forum gerði í 58 löndum. Efst á listanum trónir Svíþjóð með einkunina 5,53 af 7 mögulegum en í næstu sætum eru Noregur, Ísland, Danmörk og Finnland. England er í 8. sæti, Bandaríkin í því 17. en Pakistan, Tyrkland og Egyptaland eru neðst á listanum og þar er því mestur munur á körlum og konum. 16.8.2005 00:01
Maður sem leitað var að fundinn 23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað. 16.8.2005 00:01
Afli dregst saman um 50% milli ára Fiskaflinn í júlí 2005 var 87 þúsund tonn en var 172 þúsund tonn í júlí 2004. Aflinn dregst því saman um tæplega 50 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að þar muni mest um 58 þúsund tonna samdrátt í kolmunnaafla í júlí 2005 frá sama tíma fyrir ári og að engin loðnuveiði hafi verið í nýliðnum júlí sem teljist óvenjulegt. 16.8.2005 00:01