Erlent

Rússar slátra fuglum

Rússar hafa slátrað á annað hundrað þúsund fugla sem taldir eru hafa sýkst af fuglaflensu. Óttast er að flensan geti borist þaðan til Vestur-Evrópu en hennar hefur orðið vart í fuglum í Úralfjöllum, á mótum asíska og evrópska hluta Rússlands. Talið er að sýktar endur hafi flogið til landsins frá Asíu þar sem fuglaflensa er landlæg. Nái veikin að berast til Evrópu er ekki talin sérlega mikil hætta á að faraldur komi upp í mönnum þar sem H5N1-stofninn smitast illa á milli manna. Hins vegar er víst að alifuglaiðnaðurinn verði fyrir verulegu tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×