Erlent

Sprengjusyrpa í Bangladess

Hundruð sprengja voru sprengdar nánast samtímis um allt Bangladess í gær. Tveir eru sagðir látnir og 125 særðir. Sprengjurnar voru flestar litlar og greinilega ætlað að vekja frekar skelfingu en valda manntjóni. Engu síður lést dráttarmaður hlaupakerru í Chapainawabganj og tíu ára piltur í Savar. Mikið öngþveiti greip um sig í helstu borgum landsins í kjölfar sprenginganna. Átta manns voru handteknir síðar um daginn en þeir eru sagðir tilheyra íslömskum öfgahópi sem stjórnvöld bönnuðu fyrir nokkru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×