Innlent

Eðlileg skýring á ákæruatriðum

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. Á fundinum var kynnt skýrsla enska lögfræðifyrirtækisins Capcon Argen Limited sem Baugur fékk til að rannsaka ákæruatriðin fjörtíu á hendur Jóhannesi Jóhannessyni, börnum hans Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, endurskoðendum. Síðustu fimm vikur hefur fyrirtækinu verið veittur fullur aðgangur að sakborningum, málsskjölum, verjendum sem og samstarfsmönnum félagsins. Ákæruatriði voru skýrð hvert fyrir sig. Alls er ákært vegna tæplegra þriggja milljarða króna fyrir ýmist fjárdrátt, umboðssvik vegna ólögmætra lánveitinga að upphæð 1,3 milljörðum króna og fyrir rangfærslur í bókhaldi sem hljóða upp á tæpa 1,4 milljarða króna. Flestar ákæranna eru vegna mála sem áttu sér stað þegar Baugur var almeningshlutafélag en þrátt fyrir það að Jón Ásgeir og fjölskylda hans hafi átt meirihluta félagsins, var ekki leyfilegt að fara með eignir félagsins sem þeirra eigin, en það var gert samkvæmt ákærunum. Deidre Lo, framkvæmdastjóri lögmannsskrifstofunnar sem rannsakaði ákærurnar, að þeirra eigin ósk, segir vel hægt að útskýra allar ákærurnar með eðlilegum skýringum. Meðal annars segir hún eðlilegt að forstjóri noti greiðslukort fyrirtækisins til persónulegra nota á ferðalögum sínum, þó enginn samningur sé til sem segi það. Enginn í stjórninni hafi sett út á það. Hún tekur þó skýrt fram að alltaf hafi hann borgað til baka það sem hann hafi fengið lánað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×