Erlent

Foreldar velji kyn barns síns

Lög um tæknifrjóvganir eru í endurskoðun í Bretlandi og af því tilefni sóttust bresk yfirvöld eftir áliti almenings á ýmsum umdeildum atriðum, svo sem hvort foreldrar eigi að fá að velja kyn ófædds barns síns, að því er fram kemur í breska dagblaðinu The Guardian. Þá er einnig í umræðunni hvort leyfa eigi samkynhneigðum konum að gangast undir tæknifrjóvgun, en í skýrslu sem bresk yfirvöld hafa gefið út vegna væntanlegra lagabreytinga, segir það almenna reglu að það sé betra fyrir barn að eiga bæði föður og móður. Yfirvöld gerðu könnun fyrir tveimur árum á viðhorfi almennings til þess að foreldrar fengju að ráða kyni barns síns. Í henni kom fram að mikill meirihluti var andsnúinn því, nema ef um læknisfræðilegar orsakir væri að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×