Innlent

Vilja úttekt á leiðakerfi

Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá. Kjartan Magnússon lagði fram tillöguna á fundi uumhverfisráðs í síðustu viku þar sem lagt er til að óháð úttekt verði gerð á nýja leiðarkerfinu. Tillögunni var frestað og segir Kjartan að það sé tilslökun frá síðasta fundi þegar fulltrúar R-listans hafi hafnað tillögunni. Kjartan segir Sjálfstæðismenn vilja auka þjónustuna þar sem greinilega var dregið úr þjónustunni við mörg hverfi borgarinnar. Hann segir nýja kerfið er gisnara en það gamla og gönguvegalengdir hafa lengst að biðstöðvum. Þessu vilja Sjálfstæðismenn breyta með því að þétta kerfið og taka upp þjónustu við fjölmarga vinnustaði sem duttu út. Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður Strætó BS. segir að málið verði rætt í stjórn strætó á föstudag. Hún segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem þegar sé á dagskránni. Hún sagði að borgarráð hefði ályktað um þessi mál og þar var bókað, annars vegar að kanna alla gagnrýni á nýja leiðakerfið og eins að hvetja stjórn Strætó bs til að gera allar þær breytingar á tímatöflum og þjónustutíma sem hægt er að gera.    - þarna var rætt við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Björk Vilhelmsdóttur stjórnarformann Strætó BS.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×