Erlent

Á annað hundrað taldir af

Óttast er að yfir hundrað manns hafi drukknað þegar báti, drekkhlöðnum af innflytjendum, hvolfdi á Kyrrahafi. Svo virðist sem fleytunni hafi hvolft fyrir nokkrum dögum 100 kílómetrum vestur af Kólumbíu en fyrst hafi komist upp um málið í gær. Þá fundu fiskimenn frá Ekvador sjö manns sem héldu sér fljótandi í sjónum með því að halda dauðahaldi í trékassa. Í bátnum voru 113 ekvadorskir innflytjendur á leið til Bandaríkjanna en aðeins var pláss fyrir fimmtán farþega innanborðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×