Innlent

Meintur banamaður var í flughernum

Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Á fundinum kom fram að stúlkan sem lést fannst klukkan tíu á sunnudagskvöld en ekki var gefið upp hvernig stúlkan var myrt. Hvað öryggi á vellinum varðar þá sagði yfirmaður flotastöðvarinnar að ef yfirmenn vallarins teldu að líf þeirra sem þar búa væri í hættu yrði gripið til viðeigandi ráðstafana. Í kjölfar morðsins hefur öryggi verið eflt en morðið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að sögn yfirmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×