Innlent

Varað við saurgerlum í neysluvatni

 Reyndist fjöldi þeirra vera yfir þeim mörkum að óhætt væri að neyta vatnsins án þess að sjóða það fyrst. Tilkynningu þessa efnis hefur verið dreift í húsin. Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands staðfesti þetta við Fréttablaðið. Hann segir að fyrsta sýnið hafi verið tekið úr vatninu í byrjun síðustu viku. Þá hafi saurgerlamagnið komið í ljós. Orsökin er ekki kunn, en einhver bilun hefði komið upp í vatnsveitunni. Þar gæti skýringin legið. "Ef yfirborðsvatn kemst inn í vatnsleiðslur þá er voðinn vís," segir hann. Annað sýni var tekið í fyrradag, en niðurstöður úr rannsókn á því lágu ekki fyrir í gær. Ekki er vitað til þess að neinn dvalargesta hafi veikst vegna þessarar mengunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×