Erlent

At gert í ættingjum fórnarlamba

Lögreglan í Bretlandi hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að ættingjar fórnarlambs Tsunami flóðbylgjunnar í Asíu fengu sendan tölvupóst þar sem fram kom að ættingi þeirra hafði fundist á lífi á spítala í Tælandi. Yfir 230.000 manns létu lífið eða er saknað eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Asíu þann 26. desember á síðasta ári. Bretar misstu þar um 140 landa sína og í nokkrum tilfellum fundust ekki líkin. Lögreglan grunar að markmið þeirra sem sendu tölvupóstinn sé að svindla á ættingjum þess látna þótt ekki hafi verið beðið um pening. Pósturinn olli miklu uppnámi í fjölskyldunni og óttast lögreglan að fleiri fjölskyldur hafi fengið álíka tölvupóst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×