Innlent

Göngin boðin út í janúar

"Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar. Þrátt fyrir að útboð vegna umdeildra Héðinsfjarðarganga hafi ekki enn farið fram og sé ekki á áætlun fyrr en í janúar næstkomandi þarf að vinna talsverða undirbúningsvinnu áður en hafist er handa við göngin sjálf. Stefna áætlanir Vegagerðarinnar að því að þær framkvæmdir hefjist í júlí á næsta ári. Egill segir að mörgu sé að huga áður en hægt sé að byrja að sprengja fyrir göngunum. "Það þarf að leggja veg að gangamunnum báðum megin og vinna aðra slíka jarðvegsvinnu. Einnig þarf að grafa alveg inn í bergið svo sá sem verkið hljóti geti farið strax í að sprengja en mér skilst að þetta sé tveggja mánaða ferli. Ekki veitir af ef þarna á að hefja gangnagerðina í júlí."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×