Innlent

Fyrstu flóttamennirnir komnir

Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu. Að sögn Atla Viðars Thorstensen hjá Rauða krossi Íslands er svo von á konum og börnum frá Kólumbíu í næsta mánuði en alls munu tuttugu og fjórir flóttamenn koma þaðan í tveimur hópum. Reykjavíkurborg mun hafa umsjón með fólkinu fyrst um sinn. Að sögn Drífu Kristjánsdóttur hjá velferðarsviði Reykjvaíkurborgar munu þeir sem eru á grunnskólaaldri fara í Austurbæjarskóla en þeir sem eru á aldrinum 18 ára til 23 munu nema við nýbúadeild Iðnskólans. Þeir sem eldri eru munu hinsvegar læra íslensku og samfélagsfræði í fullorðinsfræðslu en það nám stendur í níu mánuði og er kennt fjóra klukkustundir á dag. Atli segir að um það bil sextíu sjálfboðaliðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins muni hafa þann starfa að aðstoða fólkið við aðlagast aðstæður hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×