Erlent

Dæling Shell stöðvuð

Hundruð reiðra íbúa þorpa við óshólma Níger-fljótsins í Nígeríu lokuðu einni af dælustöðvum Royal Dutch Shell olíufélagsins á svæðinu í gær og þar með dróst olíuframleiðsla landsins saman um 10.000 föt á dag. Mikill olíuleki varð á þessum slóðum fyrir hálfu öðru ári og finnst fólkinu skaðabótatilboð Shell heldur snautlegt, en það er rúmlega sextíu þúsund krónur. Talsmenn fyrirtækisins segja hins vegar að bæturnar séu í samræmi við það sem gerist í Nígeríu. Nígería er langstærsti olíuframleiðandi Afríku og er mestum hluta olíunnar dælt upp við ósa Níger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×