Innlent

Samningur um sálfræðiþjónustu

Samningar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum voru undirritaðir á Ísafirði í dag. Landspítali - Háskólasjúkrahús gerir samningana við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðabæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík. Samningurinn er gerður í tilraunaskyni og gildir í tvö ár. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið styrkir verkefnið með 24 milljóna króna framlagi á samningstímanum. Markmið samningsins er meðal annars að efla sérhæfða sálfræðiþjónustu innan heilsugæslunnar og fjölga úrræðum fyrir sjúklinga með geðraskanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×