Innlent

Engir nemar í nokkrum árgöngum

Nemendum fer sífellt fækkandi í Bíldudalsskóla en tuttugu og fimm munu nema þar í vetur. Enginn nemandi verður í sjötta bekk og aðeins einn nemandi verður í þeim fyrsta. Í Patreksfjarðarskóla, en báðir þessir skólar heyra undir Grunnskóla Vesturbyggðar, verður enginn nemandi í öðrum bekk að sögn Nönnu Sjafnar Pétursdóttur skólastýru. En nemendafæðin kemur þó ekki í veg fyrir framfarir í skólastarfinu að sögn Nönnu Sjafnar því þessar aðstæður hafa kallað á ýmsar lausnir. "Við erum til dæmis að hefja fjarkennslu í tveimur elstu bekkjunum í gegnum fjarfundarbúnað," segir hún. Fjarkennslan fer fram frá Patreksfirði en fjarkennslustundirnar sækja nemendur á Bíldudal, Birkimel á Barðaströnd og Tálknafirði. Einnig verður haldið móðurmálsnámskeið með þessum hætti frá Bíldudal. "Með þessum hætti verður hægt að halda úti skólum frá minnstu þorpum," segir skólastýran. Hún bendir einnig á að samkennslan sem tekin var upp í fámennum skólum hafi reynst vel og nú séu skólar í stærstu byggðum landsins farnir að hafa þann háttinn á í einhverjum mæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×