Innlent

Lýst eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×