Erlent

Þrír skotnir á Gaza-ströndinni

Landnemi á Vesturbakkanum skaut þrjá Palestínumenn til bana í dag. Manninum, sem mun hafa verið bílstjóri sem var við störf í landnemabyggð á Vesturbakkanum, tókst að stela byssu öryggisvarðar og skaut tvo farþega sína til bana. Því næst réðst hann að hópi Palestínumanna á iðnaðarsvæði skammt frá og drap þar einn til viðbótar. Tveir særðust. Talsmenn íslamskra harðlínusamtaka hafa heitið hefndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×