Fleiri fréttir

Mótmæltu hryðjuverkaárásunum

Þúsundir manna, bæði heimamenn og ferðamenn, söfnuðust saman á ferðamannastaðnum Sharm el-Sheik í Egyptalandi í gær til að mótmæla hryðjuverkaárásunum á laugardag sem urðu 88 manns að bana og særðu yfir 120.

Ölvaður ökumaður velti bíl sínum

Bíll valt út af Reykjanesbraut laust fyrir kukkan eitt í nótt og reyndist ökumaðurinn ölvaður. Hann var einn í bílnum og meiddist lítilsháttar en bíllinn er stórskemmdur. Við leit í bílnum fundu lögreglumenn lítilræði af fíkniefnum.

Discovery skotið á loft á morgun

NASA hefur ákveðið að Discovery verði skotið á loft á morgun en förin verður sú fyrsta í tvö og hálft ár eða frá því Columbia fórst þegar hún undirbjó lendingu á jörðinni eftir tveggja vikna för úti í geimnum árið 2003. För Discovery er heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni og mun ferðin taka tólf daga. 

Áætlunarflug til og frá Grænlandi

Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um áætlunarflug á milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og þarf flugfélagið að kaupa tvær flugvélar til verksins. Þær verða af gerðinni Dash-8 og taka 39 farþega.

Lestarstöð í New York rýmd

Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja.

Verkamenn til leigu

Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum.</font />

Mæta öllum skilyrðum súnníta

Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku.

Frelsi eða lok velferðarkerfisins

Frá því framkvæmdir hófust við Kárahnjúka hafa málefni erlendra starfsmanna hér á landi mikið verið til umræðu enda ýmiss átök gefið tilefni til. Mál af þessu tagi einskorðast þó ekki við Kárahnjúka því fyrir skemmstu kærði Verkalýðsfélag Akraness atvinnurekanda í bænum sem var með fimm pólska verkamenn í vinnu.

Dulbúnir samningar

Mikið hefur verið deilt um þjónustusamninga starfsmannaleiga hér á landi og hafa tvö slík mál farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var annað slíkt mál kært til sýslumanns á Akranesi. Margir hafa gangrýnt íslensk stjórvöld fyrir að vera of sein og treg til að veita erlendu verkafólki atvinnu- og dvalarleyfi.

56 létust í rútuslysi í Nígeríu

Fimmtíu og sex manns létu lífið og sex slösuðust þegar rúta ók út í á í Nígeríu í gær. Einungis náðist að bjarga sex manns úr rútunni en þeir voru allir fluttir á sjúkrahús með alvarleg meiðsl.

15,7% fjölgun farþega í júní

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting var svo til óbreytt milli ára, fór úr 82,9% í 82,3%. Frá áramótum nemur fjölgun farþega frá fyrra ári 12,7%.

Tvö þorp umkringd í Egyptalandi

Egypska lögreglan umkringdi fyrir stundu tvö þorp þar sem talið er að finna megi í það minnsta tvo hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum í Sharm el-Sheikh um helgina.

Flóðin nái hámarki í kvöld

Búist er við að flóðin í Jöklu við Kárahnjúka nái hámarki í kvöld og að brúin yfir hana fari á bólakaf, eins og gerðist óvænt í fyrrasumar. Brúnni var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxtanna.

Lögreglan í kappi við tímann

Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna.

Vörubílstjórar taka ekki þátt

Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælum gegn breytingum á þungaskattinum sem áformuð eru fyrir verslunarmannahelgina. Formaður sambandsins segir þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila.

Bygging sumarbústaða heldur áfram

Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis.

Landamæradeila Kanada og Danmerkur

Kanadamenn og Danir eru að lenda í landamæradeilu um Hans-eyju, norðaustur af Grænlandi. Deilan tók nýja stefnu í síðustu viku eftir að Bill Graham, varnarmálaráðherra Kanada, steig þar á land og hermenn reistu kanadíska fánann, en danski fáninn var þar fyrir.

Með bensínbirgðir á stuðaranum

Varnarliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli óar svo bensínverðið á Íslandi að þeir fylla alla koppa og kyrnur af bensíni uppi á velli og hafa það með sér þegar þeir leggjast í ferðalög um landið. Þannig náðu Víkurfréttir mynd af varnarliðsjeppa í hliðinu upp á völl þar sem sjö bensínbrúsum hafði verið raðað á grind sem fest var við afturstuðarann.

Óánægja með nýja leiðakerfið

Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur ekki gengið sem skyldi. Frítt var í strætisvagna alla helgina og gafst farþegum þá tækifæri til að kynna sér nýju leiðirnar en það virtist ekki vera nóg.

Hrakningar sígaunanna halda áfram

Ekkert lát er á hrakningum sígaunahópsins sem kom hingað til lands í síðustu viku og óskaði eftir pólitísku hæli. Eins og fram er komið var þeim vísað strax aftur úr landi með skipinu.

Vinsældir hreindýraveiða aukast

Nítján hreindýrstarfar hafa verið veiddir á síðustu tíu dögum. 800 leyfi voru gefin út í ár en tvöfalt fleiri umsóknir bárust, eða um 1600, og verða vinsældir þessa áhugamáls sífellt meiri.

Blair eyðir fúlgum í snyrtivörur

Það skiptir máli að líta vel út, koma vel fyrir og snyrta sig. Púður og kinnalitur eru lykilatriði. Í það minnsta er erfitt að komast að annarri niðurstöðu þegar litið er til reikninga Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands.

Ánægja með reykingabann í Noregi

Þann 1. júní í fyrra urðu allir veitinga- og skemmtistaðir í Noregi reyklausir. Nú er komin út skýrsla þar sem kemur fram að breytingarnar hafi gengið mjög vel fyrir sig og að 10% starfsmanna hafi hætt að reykja.

Samkomulag náðist við Spútnik báta

Samkomulag hefur náðst á milli Spútnik báta og Verkalýðsfélags Akraness en að undanförnu hefur verið deilt um heimild fyrirtækisins til að fá til starfa erlenda verkamenn á grundvelli þjónustusamnings við erlenda starfsmannaleigu.

5 handteknir vegna sprenginganna

Lögreglan í London hefur nú handtekið fimm menn í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í borginni í síðustu viku. Tilkynnt var um handtöku tveggja manna nú síðdegis en þrír voru þegar í haldi lögreglu.

22% aukning farþega á Bakka

Ný flugstöð verður vígð á Bakkaflugvelli á morgun. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi eldri byggingu frá árinu 1997 sem er aðeins 45 fermetrar. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur farþegum sem fara um flugvöllinn fjölgað um 22% miðað við sama tímabil í fyrra.

Fyrsti dagurinn gengur vel

Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur gengið vel að sögn talsmanna Strætó og hafa engir stórir hnökrar komið upp á nýja leiðakerfinu. Þó eru dæmi um að fólk hafi þurft að bíða lengi eftir vögnum eða ekki fundið nýjar biðstöðvar og segja sumir að kerfið sé orðið mun flóknara en áður.

Þrjátíu flóttamenn til Reykjavíkur

Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst.

Ræða við lögreglu

Hópur óánægðra vörubifreiðastjóra ætlar að hittast við Hús verslunarinnar annað kvöld að sögn Sturlu Jónssonar, eins bílstjóranna. Þar ætla þeir að ræða fyrirhuguð mótmæli vegna hækkunar olíuverðs sem felast í að loka aðalumferðaræðum út úr Reykjavík skömmu fyrir helgina.

Borgin stuðlar að fækkun gesta

Þegar mest var um ferðir til Viðeyjar árið 2000 komu þangað yfir 28.000 gestir, og flestir yfir sumarið. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og það sem af er þessu ári hafa um 7500 gestir komið. Meginástæða fækkunarinnar mun vera að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að styrkja veitingarekstur í Viðeyjarstofu.

Hætt við ferðir til Sharm el-Sheik

Íslenskar ferðaskrifstofur hafa hætt við ferðir sem fara átti til egypska ferðamannabæjarins Sharm el-Sheik við Rauðahafið eftir að hryðjuverk urðu þar tæplega níutíu manns að bana í síðustu viku.

Áfram flogið til Grænlands

Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um að halda áfram áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og með möguleika á áframhaldi í önnur fimm ár. Flogið verður tvisvar í viku til Kulusuk og Constablepynt. 

Drepin af ásettu ráði

Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu.

Átök halda áfram í Súdan

Nokkurt mannfall varð á meðal íbúa þorpa í Darfúr-héraði í Súdan í gær þegar uppreisnarmenn gerðu árás á þorpin. Ekki liggur fyrir hve margir eru látnir en auk þeirra sem biðu bana eru þónokkrir særðir, eftir því sem Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis.

Ólétt af syni djöfulsins

Ítalskt par stal 50 þúsund evrum af 47 ára gamalli konu í borginni Palermo á Sikiley eftir að hafa fullvissað hana um að þau væru vampírur sem myndu gera hana ólétta af syni djöfulsins ef hún borgaði þeim ekki. Parið stal peningunum af konunni á fjögurra ára tímabili með því að selja henni pillur á 3000 evrur sem áttu að koma í veg fyrir óléttuna.

Niðurstöður Skerjafjarðarflugslyss

Niðurstöður rannsóknarnefndar sem samgönguráðherra skipaði til að fara yfir alla þætti flugslyssins í Skerjafirði í ágúst árið 2000 verða kynntar á föstudaginn. Nefndin hefur verið að störfum í rúmlega tvö og hálft ár.

Ásakanir ekki svara verðar

Kolbrún Aðalsteinsdóttir skipuleggjandi Iceland Fashion Week segir ásakanir Sunnu Ásgeirsdóttur og Hörpu Einarsdóttur ekki svara verðar en þær sögðust hafa hætt við þátttöku í hátíðinni vegna vanefnda Kolbrúnar

Íhuga skuldbreytingu

Vatnsveita Hafnarfjarðar og Fráveita Hafnarfjarðar gætu hagnast um 18 milljónir króna árlega ef langtímalán stofnananna yrðu endurfjármögnuð. Að þessari niðurstöðu kemst Áhættunefnd erlendra lána Hafnarfjarðarbæjar og var bókun þessa efnis samþykkt á bæjarráðsfundi í síðustu viku.

Umsóknarfrestur runninn út

Í gær rann út umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður tilkynnt um það hverjir sótt hafa um stöðuna fljótlega á næstu dögum eða þegar ljóst þykir að allar umsóknir hafi borist. Auglýst var eftir umsóknum í byrjun þessa mánaðar.

Forsetanum mótmælt

Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda.

Ófrísk en heiladauð

Susan Torres, 26 ára Bandaríkjamaður, féll í dá í maí síðastliðinn eftir að óuppgötvað heilaæxli olli henni heilablóðfalli þar sem hún sat við kvöldverðarborðið heima hjá sér.

Vopnuð átök um helgina

Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt.

Leita fimm Pakistana

Lögregla í Egyptalandi leitar nú fimm Pakistana sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Sharm el-Sheik um helgina. Öryggisfulltrúum á Sínaískagasvæðinu var mörgum hverjum sagt upp í kjölfar árásanna og þeir sagðir hafa sofið á verðinum.

Súnníar aftur með í ferlinu

Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni.

Sjá næstu 50 fréttir