Erlent

60% óttast þriðju heimsstyrjöldina

Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum óttast þriðju heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í nýrri könnun. Könnunin var gerð samtímis í Bandaríkjunum og Japan í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Japanar virðast hafa töluvert minni áhyggjur af nýrri heimsstyrjöld, aðeins þriðjungur þeirra telur líklegt að þriðja heimsstyrjöldin munu brjótast út. Töluverður munur er einnig á afstöðu Bandaríkjamanna og Japana til notkunar kjarnorkuvopna: tveir þriðju Bandaríkjamanna er á því að notkun þeirra í seinni heimsstyrjöldinni hafi verið óhjákvæmileg á meðan tuttugu prósent Japana eru því sammála. Almennt voru aðspurðir á því að notkun kjarnorkuvopna í árásarskyni væri vonlaust að réttlæta, en Bandaríkjamenn voru helmingi líklegri en Japanar til að jánka því að slík árás gæti undir einhverjum kringumstæðum verið réttlætanleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×