Erlent

Ánægja með reykingabann í Noregi

Þann 1. júní í fyrra urðu allir veitinga- og skemmtistaðir í Noregi reyklausir. Nú er komin út skýrsla þar sem kemur fram að breytingarnar hafi gengið mjög vel fyrir sig og að vinnuumhverfi starfsmanna hafi verið bætt en það var megintilgangur lagasetningarinnar. Í rannsókn sem gerð var á starfsmönnum veitinga- og skemmtistaða fyrir og eftir að lögin tóku gildi kemur meðal annars fram að 10% þeirra hafi hætt að reykja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×