Lögreglan í kappi við tímann 25. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira